Innlent

Vatnsleki í Bókasafni Hafnarfjarðar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um tveggja sentímetra djúpt vatn var í kjallara bókasafnsins þegar slökkviliðið kom á vettvang.
Um tveggja sentímetra djúpt vatn var í kjallara bókasafnsins þegar slökkviliðið kom á vettvang. Vísir/Jóhann
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú að störfum í Bókasafni Hafnarfjarðar en þar flæddi vatn inn í kvöld. Svo virðist sem að stíflað niðurfall hafi orðið til þess að lak inn á safnið.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu flæddi vatn inn í kjallara bókasafnsins. Þar hafi verið tveggja sentímetra djúpt vatn á um 50 fermetra svæði. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð vegna lekans.

Varað hefur verið við miklu vatnsveðri sem fylgir lægðinni sem nú gengur yfir landið. Ekki hefur þó verið um önnur útköll hjá slökkviliðinu í kvöld vegna leka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×