Frelsissvipting í Hlíðunum: Einn neitaði sök, annar fékk frest og þriðji mætti ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2014 10:03 Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/SÁP Davíð Fjeldsted (áður Davíð Freyr Rúnarsson) neitaði sök í frelsissviptingarmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson mætti ekki í þingfestinguna og félagi þeirra, sem ekki hefur áður hlotið dóm, óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar. Málinu var frestað til 7. janúar. Síbrotamennirnir og meðlimir Black Pistons vélhjólagengisins Ríkharð Júlíus og Davíð Feru ásamt þriðja manni ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og frelsissviptingu í desember 2010. Þremenningunum er gefið að sök að hafa fimmtudaginn 19. desember 2010 í bakherbergi á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg í Reykjavík veist að öðrum karlmanni á fertugsaldri og krafið hann um peninga, slegið og sparkað ítrekað í höfuð og líkama hans og svipt hann frelsi sínu í því skyni að þvinga hann til að láta fé af hendi.Slógu hann ítrekað og helltu upp í hann þvottaefniÍ ákærunni segir að þeir hafi síðan flutt manninn í íbúð í Hlíðahverfi í Reykjavík þar sem þeir slógu hann ítrekað með hnefum, hnúajárnum, kylfu og helltu upp í hann þvottaefni. Þá hafi þeir brennt hann með sígarettu og hótað að klippa af honum fingur og eyru. Á meðan þessu stóð hafi þeir afklætt manninn og haldið honum fjötruðum og kefluðum yfir nótt í baðkeri í íbúðinni.Hótuðu að nauðga systur hans Maðurinn var látinn laus síðdegis 20. desember eftir að faðir hans samþykkti að leggja eina milljón króna inn á bankareikning eins ákærða. Áður en hann var látinn laus hótuðu þremenningarnir honum að ef hann kærði brotin til lögreglu yrði honum og fjölskyldu gert mein. Þar á meðal að honum og systur hans yrði nauðgað. Af árásinni hlaut maðurinn mar á öxl á upphandlegg, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkassa, brunaáverka á höfði og hálsi, þrjú hringlaga brunasár á aftanverðum hálsi, marga yfirborðsáverka á hálsi, mar á olnboga og yfirborðsáverka á öðrum hlutum höfuðs og mar á hægra auga. Ríkharð og Davíð voru árið 2011 dæmdir í fangelsi, meðal annars fyrir hrottafengna líkamsárás og frelsissviptingu á hendur tvítugum manni. Davíð var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Ríkharð í þriggja og hálfs árs fangelsi. Þá var Ríkharð einnig dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í íbúðarhúsi að Kleppsvegi 102. Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að afklæða mann og halda honum nauðugum í Hlíðahverfi Grunaðir um að hafa hellt upp í hann þvottaefni, kýlt hann með hnúajárnum og kylfum og brennt hann með sígarettu. 3. desember 2014 15:13 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Davíð Fjeldsted (áður Davíð Freyr Rúnarsson) neitaði sök í frelsissviptingarmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson mætti ekki í þingfestinguna og félagi þeirra, sem ekki hefur áður hlotið dóm, óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar. Málinu var frestað til 7. janúar. Síbrotamennirnir og meðlimir Black Pistons vélhjólagengisins Ríkharð Júlíus og Davíð Feru ásamt þriðja manni ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og frelsissviptingu í desember 2010. Þremenningunum er gefið að sök að hafa fimmtudaginn 19. desember 2010 í bakherbergi á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg í Reykjavík veist að öðrum karlmanni á fertugsaldri og krafið hann um peninga, slegið og sparkað ítrekað í höfuð og líkama hans og svipt hann frelsi sínu í því skyni að þvinga hann til að láta fé af hendi.Slógu hann ítrekað og helltu upp í hann þvottaefniÍ ákærunni segir að þeir hafi síðan flutt manninn í íbúð í Hlíðahverfi í Reykjavík þar sem þeir slógu hann ítrekað með hnefum, hnúajárnum, kylfu og helltu upp í hann þvottaefni. Þá hafi þeir brennt hann með sígarettu og hótað að klippa af honum fingur og eyru. Á meðan þessu stóð hafi þeir afklætt manninn og haldið honum fjötruðum og kefluðum yfir nótt í baðkeri í íbúðinni.Hótuðu að nauðga systur hans Maðurinn var látinn laus síðdegis 20. desember eftir að faðir hans samþykkti að leggja eina milljón króna inn á bankareikning eins ákærða. Áður en hann var látinn laus hótuðu þremenningarnir honum að ef hann kærði brotin til lögreglu yrði honum og fjölskyldu gert mein. Þar á meðal að honum og systur hans yrði nauðgað. Af árásinni hlaut maðurinn mar á öxl á upphandlegg, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkassa, brunaáverka á höfði og hálsi, þrjú hringlaga brunasár á aftanverðum hálsi, marga yfirborðsáverka á hálsi, mar á olnboga og yfirborðsáverka á öðrum hlutum höfuðs og mar á hægra auga. Ríkharð og Davíð voru árið 2011 dæmdir í fangelsi, meðal annars fyrir hrottafengna líkamsárás og frelsissviptingu á hendur tvítugum manni. Davíð var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Ríkharð í þriggja og hálfs árs fangelsi. Þá var Ríkharð einnig dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í íbúðarhúsi að Kleppsvegi 102.
Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að afklæða mann og halda honum nauðugum í Hlíðahverfi Grunaðir um að hafa hellt upp í hann þvottaefni, kýlt hann með hnúajárnum og kylfum og brennt hann með sígarettu. 3. desember 2014 15:13 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Ákærðir fyrir að afklæða mann og halda honum nauðugum í Hlíðahverfi Grunaðir um að hafa hellt upp í hann þvottaefni, kýlt hann með hnúajárnum og kylfum og brennt hann með sígarettu. 3. desember 2014 15:13