Enski boltinn

Býst alltaf við því að einhver meiðist

Evans á ferðinni í leiknum í gær.
Evans á ferðinni í leiknum í gær. vísir/getty
Hin endalausu meiðslavandræði Man. Utd héldu áfram í leiknum gegn Southampton í gær.

Þá meiddist varnarmaðurinn Chris Smalling snemma leiks og í hans stað kom Jonny Evans inn en hann var að spila sinn fyrsta leik síðan í september.

„Eins og við höfum verið óheppnir með meiðsli þá býst maður alltaf við því að einhver meiðist. Ég var því andlega undirbúinn fyrir því að þessi staða kæmi upp," sagði Evans eftir leikinn.

Varnarleikur Man. Utd hefur verið hausverkur fyrir stjórann, Louis van Gaal, í allan vetur og verður það áfram þar sem varnarmennirnir halda áfram að meiðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×