Enski boltinn

Januzaj gæti orðið liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar

Januzaj á ferðinni með United.
Januzaj á ferðinni með United. vísir/getty
Það hefur ekki gengið sem skildi hjá ungstirninu Adnan Januzaj að festa sig í sessi hjá Man. Utd.

Nú er talað um að þessi 19 ára strákur verði lánaður frá félaginu í janúar. Líklegur áfangastaður er sagður vera Real Sociedad þar sem David Moyes, fyrrum stjóri Man. Utd, ræður ríkjum.

Þar spilar líka íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason og hann gæti eflaust nýtt sér þjónustu Januzaj.

Sociedad er í vandræðum í spænska boltanum og þarf á liðsstyrk að halda. Januzaj þarf líka að fá að spila þannig að allir vinna ef hann fer til Spánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×