Neita að Caulker hafi lent í slagsmálum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2014 12:00 Steven Caulker, leikmaður QPR. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildarfélagið QPR sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem forsíðufrétt götublaðsins The Sun er sögð röng. The Sun fullyrti að slagsmál hefðu brotist út í jólafögnuði sem leikmenn QPR og Crystal Palace sóttu um helgina. Samkvæmt fréttinni mun varnarmaðurinn Steven Caulker hjá QPR hafa verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið skurð á höfuðið. Í yfirlýsingu QPR kemur fram að Caulker hafi vissulega fengið skurð en að það hafi ekki verið vegna slagsmála. Tony Fernandes, eigandi QPR, sagði á Twitter-síðu sinni að Caulker hafi einfaldlega runnið til og dottið á höfuðið. „Leikmenn fengu leyfi til að fá sér máltíð saman eftir sigurinn á Burnley um helgina, þar sem liðið átti ekki leik fyrr en níu dögum síðar,“ sagði í yfirlýsingunni. „Steven Caulker tók ekki þátt í slagsmálum. Hann fékk skurð á höfuðið og var gert að því á sjúkrahúsi áður en hann var útskrifaður síðar um kvöldið.“ Harry Redknapp, stjóri QPR, sagði á dögunum að hann ætlaði ekki að leyfa leikmönnum að halda hefðbundið jólateiti en slíkt hefur oft farið úr böndunum hjá liðunum. „Við erum í fallbaráttu og verðum að sjá til þess að einbeitingin sé í góðu lagi,“ sagði hann. „Það er ekki vandræðanna virði. Heimurinn er breyttur en í dag er alltaf einhver á svæðinu sem er með myndavél í vasanum.“EXCLUSIVE: Prem stars' Xmas brawl – after a woman spilt a drink on Rio Ferdinand: http://t.co/XNVNa748u9 pic.twitter.com/nCJPHkEODH— The Sun (@TheSunNewspaper) December 9, 2014 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið QPR sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem forsíðufrétt götublaðsins The Sun er sögð röng. The Sun fullyrti að slagsmál hefðu brotist út í jólafögnuði sem leikmenn QPR og Crystal Palace sóttu um helgina. Samkvæmt fréttinni mun varnarmaðurinn Steven Caulker hjá QPR hafa verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið skurð á höfuðið. Í yfirlýsingu QPR kemur fram að Caulker hafi vissulega fengið skurð en að það hafi ekki verið vegna slagsmála. Tony Fernandes, eigandi QPR, sagði á Twitter-síðu sinni að Caulker hafi einfaldlega runnið til og dottið á höfuðið. „Leikmenn fengu leyfi til að fá sér máltíð saman eftir sigurinn á Burnley um helgina, þar sem liðið átti ekki leik fyrr en níu dögum síðar,“ sagði í yfirlýsingunni. „Steven Caulker tók ekki þátt í slagsmálum. Hann fékk skurð á höfuðið og var gert að því á sjúkrahúsi áður en hann var útskrifaður síðar um kvöldið.“ Harry Redknapp, stjóri QPR, sagði á dögunum að hann ætlaði ekki að leyfa leikmönnum að halda hefðbundið jólateiti en slíkt hefur oft farið úr böndunum hjá liðunum. „Við erum í fallbaráttu og verðum að sjá til þess að einbeitingin sé í góðu lagi,“ sagði hann. „Það er ekki vandræðanna virði. Heimurinn er breyttur en í dag er alltaf einhver á svæðinu sem er með myndavél í vasanum.“EXCLUSIVE: Prem stars' Xmas brawl – after a woman spilt a drink on Rio Ferdinand: http://t.co/XNVNa748u9 pic.twitter.com/nCJPHkEODH— The Sun (@TheSunNewspaper) December 9, 2014
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira