Innlent

Hvað er góð fita?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Avókadó telst til dæmis til góðrar fitu.
Avókadó telst til dæmis til góðrar fitu. Vísir/Getty
Fita er afar mikilvæg fyrir líkamann en hefur þó jafnt og þétt fengið á sig vont orð, meðal annars vegna aukinna vandamála tengdum offitu.

Í grein á vefnum Hjartalíf er fjallað um góða fitu en fita getur meðal annars hjálpað til við að lækka kólesteról og aukið efnaskipti þar sem hún er góð uppspretta orku. Þá flytur fita steinefni og vítamín til fruma líkamans

Á vef Hjartalífs kemur fram að skammtur af fitu ætti að vera um 10% af heildarkaloríuinntöku einstaklings á dag. Þar eru einnig gefin góð ráð um hvernig megi bæta við góðri fitu inn í daglegt mataræði.

Til dæmis má setja avókadó á samlokuna í staðinn fyrir mæjónes, það þarf aðeins að ganga úr skugga um avókadóið sé orðið þroskað og mjúkt. Þá má gera túnfisksalat með ólífuolíu, grænmeti og ediki í stað þess að nota mæjónes og þá er mælt með að nota kaldpressaða jómfrúarkókosolíu í jólabaksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×