Náttúrupassinn skilar allt að 5 milljörðum á næstu þremur árum Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2014 12:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir segir náttúrupassann sanngjarna leið til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða og vonast eftir málefnalegri umræðu um frumvarp um hann á Alþingi. Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðhera lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um náttúrupassa sem hún segir að muni gerbreyta uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Aðrar leiðir til fjármögnunar ferðamannastaða feli ýmist í sér mismunum, afli ekki nægjanlegra tekna eða séu ófærar vegna reglna á Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen. Frumvarpið um náttúrupassann hefur verið nokkur tíma í fæðingu en töluverð andstaða hefur verið við það innan ferðaþjónustunnar og stjórnarandstöðunnar og efasemdarraddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum. Heldur þú að frumvarpið fjúki í gegnum þingið, er ekki dálítl andstaða við það innan stjórnarflokkanna? „Ég held ekki að það fjúki í gegnum þingið. Og ég hef engar fyrirætlanir um að taka það í gegn með einhverju ofbeldi eða í einhverri flýtimeðferð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem kynnti frumvarpið fyrir fréttamönnum í morgun. Hins vegar voni hún að frumvarpið fái vandaða og sanngjarna umræðu á Alþingi og verði afgreitt á vorþingi. Ragnheiður segir aðrar leiðir eins og gistináttagjald hafa verið skoðaðar en þær gefi mun minni tekjur en náttúrupassinn og leggist bara á gististaði og komi illa út fyrir smærstu gististaðina. Kosturinn við náttúrupassann sé að hann sé greiddur af öllum sem njóti íslenskrar náttúru og erlendir ferðamenn muni standa undir um 85 prósentum af gjaldinu fyrir passann. Passinn muni gefa 4,5 til 5 milljarða í tekjur til nauðsynlegrar uppbyggingar ferðamannastaða á næstu þremur árum. „Það eru fjölmargar skoðanir á þessu máli. Allar hafa þær eitthvað til síns máls. Þetta er það sem ég hef komist að niðurstöðu um og hef sannfæringu fyrir að geti leyst fjölþættan vanda sem við glímum við. Þess vegna legg ég þetta fram. Ég er tilbúin að hlusta á öll rök, öll sjónarmið. En ég vil líka brýna það fyrir okkur að gera það málefnalega og gera það tiltölulega hratt þannig að við náum að ljúka því á vorþinginu. Vegna þess að þetta er líka mjög aðkallandi og áríðandi mál,“ segir Ragnheiður Elín. Þá segir Ragnheiður Elín að ekki sé verið að ganga á rétt almennings til að njóta íslenskrar náttúru. Nú þegar séu ákvæði í lögum sem heimili gjaldtöku til náttúruverndar sem og í náttúruverndarlögum sem gildistöku var frestað á í fyrra. Passinn gildi í þrjú ár og þar af leiðandi jafngildi þetta 500 krónum á ári fyrir hver Landsmann 18 ára og eldri. Passinn muni breyta miklu fyrir uppbyggingu ferðamannastaða. „Fjármögnunin hefur ekki verið traust. Þess vegna hefur uppbyggingin verið ómarkvissari en hún þarf að vera. Við erum þarna að veita trausta fjármögnun til lengri tíma. Þannig að menn geta farið í deiliskipulagsvinnu, geta skipulagt sig og undirbúið framkvæmdir vel án þess að þurfa að á hættu að það verði ekki til fjármunir ef þeir vanda sig við uppbygginguna,“ segir Ragnheiður Elín. Passinn mun ná til allra ferðamanna á landsvæðum ríkis og sveitarfélaga sem Ragnheiður Elín segir að séu um 90 prósent af ferðamannastöðum landsins. Einkaaðilum verði boðið að vera þátttakendur í náttúrupassanum. En jafnvel þótt þeir geri það ekki geti þeir sótt um framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða gegn 50 prósenta mótframlagi. En 10 prósent af tekjum náttúrupassans fara til slíkra verkefna. Þá verða 7,5 prósent eyrnamerkt öryggi ferðamanna og helmingur þess fjár renni til ýmissra björgunaraðila eins og björgunarsveita. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsýsla náttúrupassans megi að hámarki kosta sem svarar til 3,5 prósenta af innkomunni.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira