Innlent

Borgarbúar greiði götur sorphirðufólks

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á sumum stöðum þarf að moka frá sorpgeymslum og hálkuverja.
Á sumum stöðum þarf að moka frá sorpgeymslum og hálkuverja. vísir/gva
Borgarbúar eru vinsamlegast beðnir um að greiða götu sorphirðufólks í Reykjavík með því að kanna aðstæður við sorpgeymslur en þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Á sumum stöðum þarf að moka frá sorpgeymslum og hálkuverja, á öðrum stöðum þarf að losa tunnur sem voru bundnar fastar vegna óveðurs.

Í tilkynningunni segir að mikið álag sé á sorphirðufólki þegar færð og aðstæður eru slæmar líkt og í veðuráhlaupinu í gær og í dag. Tunnur sem ekki er greiðfært að eða eru bundnar niður verða ekki losaðar að þessu sinni.

Starfsfólk sorphirðunnar hjá Reykjavíkurborg þakkar kærlega öllum sem sjá sér fært að sinna þessu verkefni. Búast má við smá seinkun á hirðunni vegna færðar síðustu daga en það munar miklu að íbúar greiði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×