Innlent

Breski sendiherrann leitar að ráðskonu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Leitað er að starfsmanni til að leysa af núverandi ráðskonu á meðan hún er í fæðingarorlofi.
Leitað er að starfsmanni til að leysa af núverandi ráðskonu á meðan hún er í fæðingarorlofi. Vísir/Getty Images
Bresk stjórnvöld leita nú að ráðskonu á heimili breska sendiherrans á Íslandi. Staðan, sem er tímabundin, er auglýst laus til umsóknar á vef stjórnvalda.

Ráðskonan á að starfa fjóra tíma á dag, alla virka daga og er því um hlutastarf að ræða. Hún þarf einnig að aðstoða við móttökur og veislur, sem gætu stundum verið um kvöld. Sá sem ráðinn verður í verkið leysir af á meðan núverandi ráðskona tekur barneignarleyfi.

Nokkrar kröfur eru gerðar til ráðskonunnar. Til að mynda þarf hún bæði að geta talað íslensku og ensku, vera skipulögð og að ráða við mörg verkefni án þess að það komi niður á gæðum vinnunnar. Þá þarf viðkomandi að þrífa heimilið, þvo þvott og pússa silfrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×