Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og frelsissviptingu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2014 17:19 vísir/gva Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Wojchiech Marchin Sadowski sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ástralskri konu í apríl á síðasta ári. Þá er honum gert að greiða konunni 3.176.114 krónur í skaðabætur. Sadowski, sem er tuttugu og fimm ára, áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar í nóvember í fyrra, en krafðist ákæruvaldið þyngri refsingar í málinu. Sadowski var ákærður fyrir að hafa haldið ástralskri konu nauðugri í iðnaðarhúsnæði í 30 til 40 mínútur, beitt hana ofbeldi og ekki hleypt henni út þrátt fyrir að hún bæði hann um það. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa, á meðan frelsissviptinginunni stóð, krafið hana um kynlíf, ítrekað slegið og sparkað í höfuð hennar og líkama, þröngvað hana til munnmaka og haldið áfram árás sinni eftir það. Sadowski hitti konuna í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi í apríl fyrir tæpu ári. Varð konan viðskila við tvo vini sína í miðborginni og bauð Sadowski henni far.Beit í getnaðarlim mannsins Konan sagðist muna næst eftir sér þegar hún vaknaði í húsnæði sem líktist vöruskemmu sem verið væri að gera upp að því er segir í dómnum. Hún hafi haft áhyggjur af því að hún myndi missa af flugi sínu en komist að því að húsnæðið væri læst. Hún kvaðst hafa vitað að Sadowski hygðist nauðga henni og sagði hann hafa þvingað sig með ofbeldi til munnmaka. Hún hafi því gripið á það ráð að bíta í getnaðarlim hans. Eftir það hafi hann veist að henni með frekara ofbeldi, hann hafi sparkað í hana og kýlt og blæddi henni mikið á vettvangi.Barðist af öllum mætti Hún segir Sadowski hafa sagt „yes, yes, sex, sex“ og reynt að draga hana inn í hliðarherbergi. Hún kvaðst hafa barist af öllum mætti og hrópað á hann að sleppa sér. Þá hefði hún brotið rúðu í útidyrahurðinni til að vekja athygli utan frá, en enginn hefði verið á ferli. Hæstiréttur staðfestir að frelsisskerðingin hafi verið alvarleg og aðstæður konunnar ógnvænlegar, enda hafi ákærði átt alls kostar við hana í átökum þeirra. Eins og fyrr segir er Wojciech Marcin Sadowski gert að sæta fangelsi í fimm ár. Gæsluvarðhald hans frá 21. til 24. apríl 2013 kemur til frádráttar refsingu. Auk skaðabóta er honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns og réttargæslumanns að upphæð 1.019.688 kr. Þá er honum gert að greiða 829.997 kr í annan sakarkostnað. Tengdar fréttir Nauðgaði og beitti ástralska konu stórfelldu ofbeldi Karlmaður á tuttugusta og fjórða aldursári var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun. 6. nóvember 2013 16:54 Ný gögn lögð fram í nauðgunarmáli Wojciech Marcin Sadowski var í nóvember dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir að hafa nauðgað og svipt ástralska konu frelsi. 31. mars 2014 10:27 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Wojchiech Marchin Sadowski sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað ástralskri konu í apríl á síðasta ári. Þá er honum gert að greiða konunni 3.176.114 krónur í skaðabætur. Sadowski, sem er tuttugu og fimm ára, áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar í nóvember í fyrra, en krafðist ákæruvaldið þyngri refsingar í málinu. Sadowski var ákærður fyrir að hafa haldið ástralskri konu nauðugri í iðnaðarhúsnæði í 30 til 40 mínútur, beitt hana ofbeldi og ekki hleypt henni út þrátt fyrir að hún bæði hann um það. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa, á meðan frelsissviptinginunni stóð, krafið hana um kynlíf, ítrekað slegið og sparkað í höfuð hennar og líkama, þröngvað hana til munnmaka og haldið áfram árás sinni eftir það. Sadowski hitti konuna í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi í apríl fyrir tæpu ári. Varð konan viðskila við tvo vini sína í miðborginni og bauð Sadowski henni far.Beit í getnaðarlim mannsins Konan sagðist muna næst eftir sér þegar hún vaknaði í húsnæði sem líktist vöruskemmu sem verið væri að gera upp að því er segir í dómnum. Hún hafi haft áhyggjur af því að hún myndi missa af flugi sínu en komist að því að húsnæðið væri læst. Hún kvaðst hafa vitað að Sadowski hygðist nauðga henni og sagði hann hafa þvingað sig með ofbeldi til munnmaka. Hún hafi því gripið á það ráð að bíta í getnaðarlim hans. Eftir það hafi hann veist að henni með frekara ofbeldi, hann hafi sparkað í hana og kýlt og blæddi henni mikið á vettvangi.Barðist af öllum mætti Hún segir Sadowski hafa sagt „yes, yes, sex, sex“ og reynt að draga hana inn í hliðarherbergi. Hún kvaðst hafa barist af öllum mætti og hrópað á hann að sleppa sér. Þá hefði hún brotið rúðu í útidyrahurðinni til að vekja athygli utan frá, en enginn hefði verið á ferli. Hæstiréttur staðfestir að frelsisskerðingin hafi verið alvarleg og aðstæður konunnar ógnvænlegar, enda hafi ákærði átt alls kostar við hana í átökum þeirra. Eins og fyrr segir er Wojciech Marcin Sadowski gert að sæta fangelsi í fimm ár. Gæsluvarðhald hans frá 21. til 24. apríl 2013 kemur til frádráttar refsingu. Auk skaðabóta er honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns og réttargæslumanns að upphæð 1.019.688 kr. Þá er honum gert að greiða 829.997 kr í annan sakarkostnað.
Tengdar fréttir Nauðgaði og beitti ástralska konu stórfelldu ofbeldi Karlmaður á tuttugusta og fjórða aldursári var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun. 6. nóvember 2013 16:54 Ný gögn lögð fram í nauðgunarmáli Wojciech Marcin Sadowski var í nóvember dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir að hafa nauðgað og svipt ástralska konu frelsi. 31. mars 2014 10:27 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Nauðgaði og beitti ástralska konu stórfelldu ofbeldi Karlmaður á tuttugusta og fjórða aldursári var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun. 6. nóvember 2013 16:54
Ný gögn lögð fram í nauðgunarmáli Wojciech Marcin Sadowski var í nóvember dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir að hafa nauðgað og svipt ástralska konu frelsi. 31. mars 2014 10:27