Innlent

Hvalbátar búnir undir vertíðina

Kristján Már Unnarsson skrifar
Hvalur 9 dreginn upp í slipp síðdegis eftir að Hvalur 8 rann af stokkunum í morgun.
Hvalur 9 dreginn upp í slipp síðdegis eftir að Hvalur 8 rann af stokkunum í morgun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Engan bilbug er að finna á ráðamönnum Hvals hf. sem undirbúa nú stórhvalaveiðar sumarsins af fullum krafti, eins og sjá mátti í slippnum í Reykjavík nú síðdegis.

Hafi einhverjir haldið að vandræðagangur við að koma hvalkjöti á markað í Japan myndi fæla menn frá hvalveiðum, þá ættu þeir sjá athafnasemina í slippnum þessa dagana. Þar er nefnilega allt á fullu við að gera hvalbátana tvo í eigu Hvals hf. klára fyrir vertíð sumarsins. Hvalur 8 var sjósettur í morgun eftir vikulanga klössun og nú síðdegis var Hvalur 9 tekinn upp, - og yfirmennirnir um borð fylgdu með upp í slipp.

Ólafur Ólafsson, skipstjóri á Hval 9.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Ólaf Ólafsson, skipstjóra á Hval 9, en hann sagði stefnt að því að veiðarnar hæfust um miðjan júní, eins og var í fyrra. Þá veiddust 134 langreyðar og vantaði þá 20 dýr upp á að kvótinn næðist, sem var 154 dýr. Sami kvóti verður í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×