Mikil röskun á innanlands- og millilandaflugi Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2014 19:59 Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst. Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst.
Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40
Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14
Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34
Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02
Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51