Mikil röskun á innanlands- og millilandaflugi Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2014 19:59 Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst. Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst.
Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40
Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14
Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34
Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02
Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51