Innlent

Varaþingmaður Hönnu Birnu á afmæli í dag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigríður er líkleg til að taka sæti á þingi meðan Hanna Birna tekur sér frí frá þingstörfum.
Sigríður er líkleg til að taka sæti á þingi meðan Hanna Birna tekur sér frí frá þingstörfum. Mynd
Líkt og alþjóð veit hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrir skemmstu kemur fram að hún ætli einnig að taka sér hlé frá þingstörfum. Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður, er fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en hún á einmitt afmæli í dag.

Sigríður, sem fagnar 43 ára afmæli í dag, hefur verið varaþingmaður frá árinu 2007 og hefur tekið sæti á þingi alls sjö sinnum síðan þá, síðast í sumar. Hún starfar sem lögmaður hjá LEX lögmannsstofu og en á námsárum sínum starfaði hún á fjölmiðlum.

Blaðamaður átti létt spjall og við Sigríði. Þar sem hún hafði ekkert heyrt í þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, en hann sér um að boða varamenn, vildi hún lítið tjá sig um málið að svo stöddu.

Vísir óskar Sigríði til hamingju með daginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.