Innlent

Varaþingmaður Hönnu Birnu á afmæli í dag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigríður er líkleg til að taka sæti á þingi meðan Hanna Birna tekur sér frí frá þingstörfum.
Sigríður er líkleg til að taka sæti á þingi meðan Hanna Birna tekur sér frí frá þingstörfum. Mynd
Líkt og alþjóð veit hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir sagt af sér embætti innanríkisráðherra. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér fyrir skemmstu kemur fram að hún ætli einnig að taka sér hlé frá þingstörfum. Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður, er fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en hún á einmitt afmæli í dag.

Sigríður, sem fagnar 43 ára afmæli í dag, hefur verið varaþingmaður frá árinu 2007 og hefur tekið sæti á þingi alls sjö sinnum síðan þá, síðast í sumar. Hún starfar sem lögmaður hjá LEX lögmannsstofu og en á námsárum sínum starfaði hún á fjölmiðlum.

Blaðamaður átti létt spjall og við Sigríði. Þar sem hún hafði ekkert heyrt í þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, en hann sér um að boða varamenn, vildi hún lítið tjá sig um málið að svo stöddu.

Vísir óskar Sigríði til hamingju með daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×