Innlent

Almannatengill mættur í innanríkisráðuneytið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Friðjón R. Friðjónsson mætti í ráðuneytið um klukkan 17.
Friðjón R. Friðjónsson mætti í ráðuneytið um klukkan 17. Vísir/Valli
Fjölmiðlar bíða enn átekta utan við innanríkisráðuneytið og vonast til þess að ná tali af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, þegar hún yfirgefur bygginguna.

Blaðamaður Vísis varð vitni að því þegar Friðjón R. Friðjónsson almannatengill mætti í ráðuneytið um klukkan 17 í dag. Friðjón starfaði sem sérfræðingur í upplýsingatækni hjá ráðuneytinu á sínum tíma og varð síðar aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Hann starfar nú hjá almannatengslafyrirtækinu KOM. Með Friðjóni í för var Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hún staðfesti að hún hefði tilkynnt formanni Sjálfstæðisflokksins að hún óskaði ekki eftir því að sitja áfram í embætti innanríkisráðherra. Hún ætli þó að taka sæti á Alþingi á ný og vera virkari í starfi varaformanns Sjálfstæðisflokksins frá og með áramótum.


Tengdar fréttir

Biður enga afsökunar á lekamálinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, biður enga hlutaðeigandi afsökunar á lekamálinu í yfirlýsingu sinni sem hún sendi til fjölmiðla í dag vegna afsagnar sinnar sem innanríkisráðherra.

Hanna Birna hættir

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.