„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. nóvember 2014 14:15 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. Vísir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“ Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“
Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16
Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00
Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30
Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36