Innlent

Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni, Í krafti Sannfæringar - Saga lögmanns og dómara, sem kom út í dag. Aldrei áður hefur fyrrverandi dómari við réttinn skrifaði um Hæstarétt með þessum hætti opinberlega.

Jón Steinar ræddi við Þorbjörn Þórðarson um efni bókarinnar í Íslandi í dag fyrr í kvöld.

Í bókinni greinir Jón Steinar meðal annars í fyrsta skipti frá því að hann hafi verið  höfundur greinarinnar „Einnota réttarfar“ sem fór eins og eldur um sinu um internetið árið 2007 þegar dómar um frávísun ákæruliða í Baugsmálinu höfðu verið kveðnir upp.

Í bókinni er einnig talsverð umfjöllun um Markús Sigurbjörnsson forseta Hæstaréttar en á hann er borið bæði lof og last.

Í einum kafla bókarinnar fjallar Jón Steinar um álagið á Hæstarétti og hvernig þetta álag á réttinn hefur orðið til þess að einstakir dómarar við réttinn, sem standa undir slíku álagi, hafa þurft að taka á sig meiri byrðar. Þá gagnrýnir Jón Steinar það sem hann kallar „fjölskyldustemmningu“ í Hæstarétti.

Viðtalið við Jón Steinar má sjá í heild sinni í myndskeiðinu að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×