Mikil völd en engin ábyrgð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 22:46 Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“ Lekamálið Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Aðstoðarmenn ráðherra hafa enga heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra sem stjórnvaldshafa heldur einungis um pólitísk mál og mál sem varða stefnumótun, samkvæmt upplýsingum frá Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, til fréttastofu Stöðvar 2. Sú stjórnsýsluvenja hefur þó myndast að starfsfólk ráðuneytisins geti komið fram fyrir hönd ráðherra. Þetta virðist þó ekki hafa verið skilningur lögreglustjóra Suðurnesja þegar hún sendi aðstoðarmanni ráðherra greinargerð um Tony Omos og mál sem tengdust hælisumsókn hans. „Innanríkisráðherra er æðsti yfirmaður lögreglu. Ef ráðuneytið biður um eitthvað fær ráðuneytið það sem það biður um. Í fyrsta lagi vissi ég ekki að hann hefði ekki rétt á að fá þetta. Hann hringir fyrir ráðherra, hann hringir fyrir ráðuneytið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í viðtali við RÚV í hádeginu. Ráðherra hefur almenna heimild til að afla gagna frá stjórnvöldum til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur hins vegar ekki eftirliti ráðherra heldur ríkissaksóknara. „Eftirlitshlutverk ráðuneytisins snýr að því að hafa almennt eftirlit og almennt eftirlit með því hvernig málið gekk fyrir sig og málsmeðferð. Það eru þær upplýsingar sem ráðuneytið getur kallað eftir en ekki upplýsingar í mjög persónulegum málum til þess að nota í almennri afgreiðslu mála inni í ráðuneytinu.“ Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, segir aðstoðarmenn ráðherra hafa gríðarleg völd í skjóli ráðherrans en þau séu einungis óformleg. Þeir beri enga pólitíska ábyrgð. Það þurfi að skoða þetta alveg upp á nýtt. „Þegar aðstoðarmaður ráðherra snýr sér beint til embættismanna eða forstöðumanna úti í bæ, þá geta þeir forstöðumenn og embættismenn litið svo á að hann sé að tala fyrir hönd ráðherrans og biðja um upplýsingar fyrir ráðherrann. Það sem er afleitt í þessu máli er það að þessi upplýsingabeiðni skyldi ekki hafa farið eftir formlegum leiðum ráðuneytisins þar sem búið er að filtera hverjir eiga að hafa aðgang að hvaða málum og hvers kyns upplýsingum. Það er alvarleiki málsins sem gerir það að verkum að þarna hafnar embættismaður í vondri og erfiðri stöðu.“
Lekamálið Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira