Utanríkisráðherra Kanada illa við að ræða upptöku Íslands á Kanadadollara Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 19:00 Utanríkisráðherra Kanada fer undan í flæmingi þegar hann er spurður um möguleika Íslands á að taka upp Kanadadollara, en hann er hér í opinberri heimsókn. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir enga þörf á að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. Utanríkisráðherrarnir ræddu mörg af sameiginlegum hagsmunamálum Íslands og Kanada á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í dag, en það merkilega er að upptaka Íslands á kanadíska dollaranum barst ekki í tal. Í umræðunni um Evrópusambandsaðild Íslands og upptöku evru hafa margir andstæðingar aðildarinnar fullyrt að hægt væri að taka upp Kanadadollara þurfi Íslendingar að skipta út krónunni sem hrundi í október 2008 og er nú í höftum. Þeirra á meðal er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. John Baird, utanríkisráðherra Kanada, var hér í opinberri heimsókn í dag í boði Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og ræddu þeir samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum í Ráðherrabústaðnum.Eins og þér er örugglega kunnugt, þá hefur Ísland verið í gjaldmiðilskreppu frá árinu 2008. Margir málsmetandi stjórnmálamenn hér á Íslandi hafa í alvöru rætt um að Íslendingar taki upp kanadíska dollarinn. Hvernig lýst þér á það?„Ég held að það séu umræður sem menn ættu að eiga hér í Reykjavík og ég held mig fyrir utan þá umræðu að sinni,“ sagði Baird og brosti breitt.En myndi Kanada samþykkja að annað land tæki upp gjaldmiðil Kanada?„Bíðum þar til þeir biðja um það,“ svaraði Baird, greinilega ekki mjög vel við spurninguna. Kanadíski utanríkisráðherrann segir þetta mál ekki hafa verið rætt á fundi hans með Gunnari Braga í Ráðherrabústaðnum.En gæti annað ríki fræðilega tekið upp kanadadollarinn?„Ég svara aldrei fræðilegum spurningum.“Nei, auðvitað ekki, þú ert stjórnmálamaður. En er möguleiki á að Ísland gæti tekið upp Kanadadollarann?„Það eru umræður og rökræður fyrir Íslendinga en ekki kanadískan utanríkisráðherra.“ Þegar Baird var spurður hvort Íslendingar gætu þá einhliða ákveðið að taka upp kanadadollar hló hann og sagði: „Þetta var ekki á dagskrá okkar.“Gunnar Bragi Sveinsson.Vísir/VilhelmÞá var komið að því að spyrja Gunnar Braga um ef menn vildu skoða þennan möguleika, hvort ekki væri þá rétt að ræða það við yfirvöld í Kanada? „Við erum bara ekki komin á þann stað að ræða upptöku á annarri mynt en við höfum í dag. Krónan er sú mynt sem við verðum með í einhvern tíma enn,“ sagði Gunnar Bragi. Honum sýnist fræðimenn sem og aðrir alls ekki sammála í þessum efnum.En er þetta ákvörðun sem Íslendingar geta tekið einhliða ef þeir myndu vilja gera þetta?„Ég hugsa að við myndum aldrei gera það einhliða án þess að fá stuðning þá frá Seðlabanka Kanada. En þetta er bara ekkert á dagskránni. Þetta er ekkert sem við þurfum einu sinni að ræða. Við skulum hittast eftir 10-15 ár og ræða þetta þá kannski,“ segir Gunnar Bragi og brosti í kampinn við stríðnislegum spurningum fréttamanns. Tengdar fréttir 60 prósent ekki andvíg Kanadadollar Rúm sextíuprósent Íslendinga eru ekki andvíg upptöku Kanadadollara hér á landi samkvæmt könnun sem unnin var af Capacent Gallup í sumar. Karlar og eldra fólk eru almennt jákvæðari gagnvart upptöku gjaldmiðilsins. 12. nóvember 2011 19:00 Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8. júní 2011 11:54 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Utanríkisráðherra Kanada fer undan í flæmingi þegar hann er spurður um möguleika Íslands á að taka upp Kanadadollara, en hann er hér í opinberri heimsókn. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir enga þörf á að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. Utanríkisráðherrarnir ræddu mörg af sameiginlegum hagsmunamálum Íslands og Kanada á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í dag, en það merkilega er að upptaka Íslands á kanadíska dollaranum barst ekki í tal. Í umræðunni um Evrópusambandsaðild Íslands og upptöku evru hafa margir andstæðingar aðildarinnar fullyrt að hægt væri að taka upp Kanadadollara þurfi Íslendingar að skipta út krónunni sem hrundi í október 2008 og er nú í höftum. Þeirra á meðal er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. John Baird, utanríkisráðherra Kanada, var hér í opinberri heimsókn í dag í boði Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og ræddu þeir samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum í Ráðherrabústaðnum.Eins og þér er örugglega kunnugt, þá hefur Ísland verið í gjaldmiðilskreppu frá árinu 2008. Margir málsmetandi stjórnmálamenn hér á Íslandi hafa í alvöru rætt um að Íslendingar taki upp kanadíska dollarinn. Hvernig lýst þér á það?„Ég held að það séu umræður sem menn ættu að eiga hér í Reykjavík og ég held mig fyrir utan þá umræðu að sinni,“ sagði Baird og brosti breitt.En myndi Kanada samþykkja að annað land tæki upp gjaldmiðil Kanada?„Bíðum þar til þeir biðja um það,“ svaraði Baird, greinilega ekki mjög vel við spurninguna. Kanadíski utanríkisráðherrann segir þetta mál ekki hafa verið rætt á fundi hans með Gunnari Braga í Ráðherrabústaðnum.En gæti annað ríki fræðilega tekið upp kanadadollarinn?„Ég svara aldrei fræðilegum spurningum.“Nei, auðvitað ekki, þú ert stjórnmálamaður. En er möguleiki á að Ísland gæti tekið upp Kanadadollarann?„Það eru umræður og rökræður fyrir Íslendinga en ekki kanadískan utanríkisráðherra.“ Þegar Baird var spurður hvort Íslendingar gætu þá einhliða ákveðið að taka upp kanadadollar hló hann og sagði: „Þetta var ekki á dagskrá okkar.“Gunnar Bragi Sveinsson.Vísir/VilhelmÞá var komið að því að spyrja Gunnar Braga um ef menn vildu skoða þennan möguleika, hvort ekki væri þá rétt að ræða það við yfirvöld í Kanada? „Við erum bara ekki komin á þann stað að ræða upptöku á annarri mynt en við höfum í dag. Krónan er sú mynt sem við verðum með í einhvern tíma enn,“ sagði Gunnar Bragi. Honum sýnist fræðimenn sem og aðrir alls ekki sammála í þessum efnum.En er þetta ákvörðun sem Íslendingar geta tekið einhliða ef þeir myndu vilja gera þetta?„Ég hugsa að við myndum aldrei gera það einhliða án þess að fá stuðning þá frá Seðlabanka Kanada. En þetta er bara ekkert á dagskránni. Þetta er ekkert sem við þurfum einu sinni að ræða. Við skulum hittast eftir 10-15 ár og ræða þetta þá kannski,“ segir Gunnar Bragi og brosti í kampinn við stríðnislegum spurningum fréttamanns.
Tengdar fréttir 60 prósent ekki andvíg Kanadadollar Rúm sextíuprósent Íslendinga eru ekki andvíg upptöku Kanadadollara hér á landi samkvæmt könnun sem unnin var af Capacent Gallup í sumar. Karlar og eldra fólk eru almennt jákvæðari gagnvart upptöku gjaldmiðilsins. 12. nóvember 2011 19:00 Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8. júní 2011 11:54 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
60 prósent ekki andvíg Kanadadollar Rúm sextíuprósent Íslendinga eru ekki andvíg upptöku Kanadadollara hér á landi samkvæmt könnun sem unnin var af Capacent Gallup í sumar. Karlar og eldra fólk eru almennt jákvæðari gagnvart upptöku gjaldmiðilsins. 12. nóvember 2011 19:00
Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8. júní 2011 11:54
Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09