Viðskipti innlent

60 prósent ekki andvíg Kanadadollar

Kanadískur dollari
Kanadískur dollari
Rúm sextíuprósent Íslendinga eru ekki andvíg upptöku Kanadadollara hér á landi samkvæmt könnun sem unnin var af Capacent Gallup í sumar. Karlar og eldra fólk eru almennt jákvæðari gagnvart upptöku gjaldmiðilsins.

Markmiðið með könnuninni var að meta afstöðu þjóðarinnar til einhliða upptöku annars gjaldmiðils, en þátttakendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir því að kasta krónunni fyrir Kanadadollara á næstu 6 til 18 mánuðum.

36% Íslendinga eru hlynnt upptökunni, 38% á móti og 26% hvorki né. Karlar eru jákvæðari en konur en rúmlega 40% þeirra vilja skipta krónunni út fyrir dollarann. Tæp 30% segja hvorki né og 30% eru hugmyndinni andvíg. Þegar litið er til kvenna líst tæplega 30% vel á upptökuna, rúmlega 20% svöruðu hvorki né, sem þýðir að helmingur Íslenskra kvenna er á móti því að Kanadadollarinn verði tekinn upp hér á landi.

Yngra fólk hefur mun neikvæðara viðhorf til upptökunnar. Einungis 16% á aldrinum 16 til 24 ára eru henni hlynnt, rúmur helmingur er á móti og rúm 30% svöruðu hvorki né.

Prósentufjöldi stuðningsmanna upptöku dollarans er svo svipaður hjá Íslendingum á aldrinum 25 til 54 ára, eða rúm 40%. Tæp 30% segjast hvorki hlynnt né andvíg og rúm 30% eru á móti. Íslendingar sem eru hálfsextugir og eldri taka dollaranum ekki alveg jafn opnum örmum, tæp 40% eru hlynnt upptökunni, 40% eru andvíg og 20% svöruðu hvorki né.

Lítill munur er á skoðunum fólks eftir búsetu, tekjum og menntun.

Könnunin, sem var framkvæmd í júní á þessu ári, náði til rúmlega 1300 manns og var svarhlutfallið tæp 60%.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,76
12
188.387
SJOVA
1,07
12
215.193
MAREL
0,96
36
750.138
SYN
0,76
3
20.834
SKEL
0,32
7
115.257

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,49
10
152.594
ARION
-1,08
23
567.811
LEQ
-0,89
3
13.669
SIMINN
-0,8
11
143.448
KVIKA
-0,79
21
322.921
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.