Utanríkisráðherra Kanada illa við að ræða upptöku Íslands á Kanadadollara Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2014 19:00 Utanríkisráðherra Kanada fer undan í flæmingi þegar hann er spurður um möguleika Íslands á að taka upp Kanadadollara, en hann er hér í opinberri heimsókn. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir enga þörf á að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. Utanríkisráðherrarnir ræddu mörg af sameiginlegum hagsmunamálum Íslands og Kanada á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í dag, en það merkilega er að upptaka Íslands á kanadíska dollaranum barst ekki í tal. Í umræðunni um Evrópusambandsaðild Íslands og upptöku evru hafa margir andstæðingar aðildarinnar fullyrt að hægt væri að taka upp Kanadadollara þurfi Íslendingar að skipta út krónunni sem hrundi í október 2008 og er nú í höftum. Þeirra á meðal er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. John Baird, utanríkisráðherra Kanada, var hér í opinberri heimsókn í dag í boði Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og ræddu þeir samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum í Ráðherrabústaðnum.Eins og þér er örugglega kunnugt, þá hefur Ísland verið í gjaldmiðilskreppu frá árinu 2008. Margir málsmetandi stjórnmálamenn hér á Íslandi hafa í alvöru rætt um að Íslendingar taki upp kanadíska dollarinn. Hvernig lýst þér á það?„Ég held að það séu umræður sem menn ættu að eiga hér í Reykjavík og ég held mig fyrir utan þá umræðu að sinni,“ sagði Baird og brosti breitt.En myndi Kanada samþykkja að annað land tæki upp gjaldmiðil Kanada?„Bíðum þar til þeir biðja um það,“ svaraði Baird, greinilega ekki mjög vel við spurninguna. Kanadíski utanríkisráðherrann segir þetta mál ekki hafa verið rætt á fundi hans með Gunnari Braga í Ráðherrabústaðnum.En gæti annað ríki fræðilega tekið upp kanadadollarinn?„Ég svara aldrei fræðilegum spurningum.“Nei, auðvitað ekki, þú ert stjórnmálamaður. En er möguleiki á að Ísland gæti tekið upp Kanadadollarann?„Það eru umræður og rökræður fyrir Íslendinga en ekki kanadískan utanríkisráðherra.“ Þegar Baird var spurður hvort Íslendingar gætu þá einhliða ákveðið að taka upp kanadadollar hló hann og sagði: „Þetta var ekki á dagskrá okkar.“Gunnar Bragi Sveinsson.Vísir/VilhelmÞá var komið að því að spyrja Gunnar Braga um ef menn vildu skoða þennan möguleika, hvort ekki væri þá rétt að ræða það við yfirvöld í Kanada? „Við erum bara ekki komin á þann stað að ræða upptöku á annarri mynt en við höfum í dag. Krónan er sú mynt sem við verðum með í einhvern tíma enn,“ sagði Gunnar Bragi. Honum sýnist fræðimenn sem og aðrir alls ekki sammála í þessum efnum.En er þetta ákvörðun sem Íslendingar geta tekið einhliða ef þeir myndu vilja gera þetta?„Ég hugsa að við myndum aldrei gera það einhliða án þess að fá stuðning þá frá Seðlabanka Kanada. En þetta er bara ekkert á dagskránni. Þetta er ekkert sem við þurfum einu sinni að ræða. Við skulum hittast eftir 10-15 ár og ræða þetta þá kannski,“ segir Gunnar Bragi og brosti í kampinn við stríðnislegum spurningum fréttamanns. Tengdar fréttir 60 prósent ekki andvíg Kanadadollar Rúm sextíuprósent Íslendinga eru ekki andvíg upptöku Kanadadollara hér á landi samkvæmt könnun sem unnin var af Capacent Gallup í sumar. Karlar og eldra fólk eru almennt jákvæðari gagnvart upptöku gjaldmiðilsins. 12. nóvember 2011 19:00 Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8. júní 2011 11:54 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Utanríkisráðherra Kanada fer undan í flæmingi þegar hann er spurður um möguleika Íslands á að taka upp Kanadadollara, en hann er hér í opinberri heimsókn. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir enga þörf á að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. Utanríkisráðherrarnir ræddu mörg af sameiginlegum hagsmunamálum Íslands og Kanada á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í dag, en það merkilega er að upptaka Íslands á kanadíska dollaranum barst ekki í tal. Í umræðunni um Evrópusambandsaðild Íslands og upptöku evru hafa margir andstæðingar aðildarinnar fullyrt að hægt væri að taka upp Kanadadollara þurfi Íslendingar að skipta út krónunni sem hrundi í október 2008 og er nú í höftum. Þeirra á meðal er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. John Baird, utanríkisráðherra Kanada, var hér í opinberri heimsókn í dag í boði Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra og ræddu þeir samstarf þjóðanna á ýmsum sviðum í Ráðherrabústaðnum.Eins og þér er örugglega kunnugt, þá hefur Ísland verið í gjaldmiðilskreppu frá árinu 2008. Margir málsmetandi stjórnmálamenn hér á Íslandi hafa í alvöru rætt um að Íslendingar taki upp kanadíska dollarinn. Hvernig lýst þér á það?„Ég held að það séu umræður sem menn ættu að eiga hér í Reykjavík og ég held mig fyrir utan þá umræðu að sinni,“ sagði Baird og brosti breitt.En myndi Kanada samþykkja að annað land tæki upp gjaldmiðil Kanada?„Bíðum þar til þeir biðja um það,“ svaraði Baird, greinilega ekki mjög vel við spurninguna. Kanadíski utanríkisráðherrann segir þetta mál ekki hafa verið rætt á fundi hans með Gunnari Braga í Ráðherrabústaðnum.En gæti annað ríki fræðilega tekið upp kanadadollarinn?„Ég svara aldrei fræðilegum spurningum.“Nei, auðvitað ekki, þú ert stjórnmálamaður. En er möguleiki á að Ísland gæti tekið upp Kanadadollarann?„Það eru umræður og rökræður fyrir Íslendinga en ekki kanadískan utanríkisráðherra.“ Þegar Baird var spurður hvort Íslendingar gætu þá einhliða ákveðið að taka upp kanadadollar hló hann og sagði: „Þetta var ekki á dagskrá okkar.“Gunnar Bragi Sveinsson.Vísir/VilhelmÞá var komið að því að spyrja Gunnar Braga um ef menn vildu skoða þennan möguleika, hvort ekki væri þá rétt að ræða það við yfirvöld í Kanada? „Við erum bara ekki komin á þann stað að ræða upptöku á annarri mynt en við höfum í dag. Krónan er sú mynt sem við verðum með í einhvern tíma enn,“ sagði Gunnar Bragi. Honum sýnist fræðimenn sem og aðrir alls ekki sammála í þessum efnum.En er þetta ákvörðun sem Íslendingar geta tekið einhliða ef þeir myndu vilja gera þetta?„Ég hugsa að við myndum aldrei gera það einhliða án þess að fá stuðning þá frá Seðlabanka Kanada. En þetta er bara ekkert á dagskránni. Þetta er ekkert sem við þurfum einu sinni að ræða. Við skulum hittast eftir 10-15 ár og ræða þetta þá kannski,“ segir Gunnar Bragi og brosti í kampinn við stríðnislegum spurningum fréttamanns.
Tengdar fréttir 60 prósent ekki andvíg Kanadadollar Rúm sextíuprósent Íslendinga eru ekki andvíg upptöku Kanadadollara hér á landi samkvæmt könnun sem unnin var af Capacent Gallup í sumar. Karlar og eldra fólk eru almennt jákvæðari gagnvart upptöku gjaldmiðilsins. 12. nóvember 2011 19:00 Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8. júní 2011 11:54 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
60 prósent ekki andvíg Kanadadollar Rúm sextíuprósent Íslendinga eru ekki andvíg upptöku Kanadadollara hér á landi samkvæmt könnun sem unnin var af Capacent Gallup í sumar. Karlar og eldra fólk eru almennt jákvæðari gagnvart upptöku gjaldmiðilsins. 12. nóvember 2011 19:00
Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8. júní 2011 11:54
Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09