Tugmilljarða óvæntur afgangur nýttur í skuldaniðurfærsluna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. nóvember 2014 16:38 Útlit er fyrir fjörtíu milljarða króna afgang af rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Það er um það bil fjörtíu sinnum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi afgangur verður nýttur í að greiða hraðar inn á skuldaniðurfærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Það hafði verið áætlað að við værum svona um það bil með jöfnuð eða einn milljarð í afgang á þessu ári en það stefnir í að það og er samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu rúmleg fjörtíu milljarða afgangur,“ sagði Bjarni á kynningarfundinum. Fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram fyrir helgi og bíður meðferðar. Bjarni tilkynnti á kynningarfundinum að í þinglegri meðferð frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga sem heimili stjórnvöldum að verja tvöfalt meira fé í skuldaniðurfærsluna en áður hafði verið ákveðið. Tilgangurinn er að spara vaxtagjöld. „Það lækkar verulega þá vexti sem renna til bankanna og það nýtist heimilunum og styrkir auk þess stöðu ríkisins, án þess að auknu fjármagni sé varið í aðgerðina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við sama tilefni. Bjarni sagði að of margir milljarðar hefðu farið í vexti. „Af heildarfjármagninu sem við höfðum aætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru, að okkar mati, að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað,“ sagði hann. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu fær ríkissjóður 45,8 milljarðar umfram áætlanir í arðgreiðslur frá viðskiptabönkum sem ríkið á hlut í og frá Seðlabankanum. Arður frá Landsbankanum, sem ríkið á að nær fullu, nemur 19,7 milljörðum króna og arður frá Seðlabankanum 6,5 milljarðar, um tveimur milljörðum umfram áætlanir. Mestu munar þó um 26 milljarða króna tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans vegna taps á veð- og daglánum í kjölfar falls bankakerfsins haustið 2008, að því er segir í frumvarpinu. Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Útlit er fyrir fjörtíu milljarða króna afgang af rekstri ríkissjóðs á þessu ári. Það er um það bil fjörtíu sinnum meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Þessi afgangur verður nýttur í að greiða hraðar inn á skuldaniðurfærsluaðgerðir ríkisstjórnarinnar. „Það hafði verið áætlað að við værum svona um það bil með jöfnuð eða einn milljarð í afgang á þessu ári en það stefnir í að það og er samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu rúmleg fjörtíu milljarða afgangur,“ sagði Bjarni á kynningarfundinum. Fjáraukalagafrumvarpið var lagt fram fyrir helgi og bíður meðferðar. Bjarni tilkynnti á kynningarfundinum að í þinglegri meðferð frumvarpsins verði lögð fram breytingartillaga sem heimili stjórnvöldum að verja tvöfalt meira fé í skuldaniðurfærsluna en áður hafði verið ákveðið. Tilgangurinn er að spara vaxtagjöld. „Það lækkar verulega þá vexti sem renna til bankanna og það nýtist heimilunum og styrkir auk þess stöðu ríkisins, án þess að auknu fjármagni sé varið í aðgerðina,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við sama tilefni. Bjarni sagði að of margir milljarðar hefðu farið í vexti. „Af heildarfjármagninu sem við höfðum aætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru, að okkar mati, að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað,“ sagði hann. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu fær ríkissjóður 45,8 milljarðar umfram áætlanir í arðgreiðslur frá viðskiptabönkum sem ríkið á hlut í og frá Seðlabankanum. Arður frá Landsbankanum, sem ríkið á að nær fullu, nemur 19,7 milljörðum króna og arður frá Seðlabankanum 6,5 milljarðar, um tveimur milljörðum umfram áætlanir. Mestu munar þó um 26 milljarða króna tekjufærslu vegna lækkunar á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabankans vegna taps á veð- og daglánum í kjölfar falls bankakerfsins haustið 2008, að því er segir í frumvarpinu.
Alþingi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira