Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar 10. nóvember 2014 20:39 Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. Slæmt sé að fólk sem reyni að lina þjáningar með kannabis þurfi að gerast lögbrjótar. „Fyrsta matskeiðin var sjötta júlí og hann hefur nánast ekkert fengið höfuðverk síðan,“ Guðrún Jóna Sæmundsdóttir. Þar talar hún um son sinn Sigurð, en farið verður yfir mál hans í Brestum á Stöð 2 í kvöld. Sigurður greindist með sjö sentímetra æxli í heila fyrir ári. Góðar vísbendingar eru um að kannabis geti slegið á króníska verki og MS sjúkdóminn, en rannsóknir vantar til að staðfesta að það geti örvað matarlist og fleira. Samkvæmt hinu virta Mayo clinic í Bandaríkjunum. Kristin Ingólfsdóttir segir vitað að í sumum tilvikum geti kannabis gagnast sjúklingum sem hefðbundin ógleði og verkjalyf verka ekki á „Mér finnst mjög mikilvægt að þetta sé tekið fyrir af heilbrigðisyfirvöldum og það sé gengið til verka eins og í öðrum löndum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ og prófessor í lyfjafræði.Þannig að þér finnst mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld skoði það að leyfa kannabis undir eftirliti, í lækningaskyni? „Já mér finnst það.“ „Það er eitthvað virkilega rangt í þessu samfélagi, ef að það er ólöglegt að hjálpa fólki á þennan hátt,“ segir Ásgeir. „Því þetta er að hjálpa fólki,“ segir Ásgeir Daði Rúnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Ásgeir sem aðstoðaði mæðginin segir hefðbundin ógleðilyf ekki hafa virkað á sig í krabbameinsmeðferð.David Nutt er virtur breskur vísindamaður, geðlæknir og forseti evrópska heilaráðsins. Hann telur alrangt að meina sjúklingum aðgang að kannabis til að vernda þá sem geta misnotað það. „Þetta er eins og að banna fólki með höfuðverk að taka kódein af því til eru þeir sem misnota það. En við segjum það ekki, heldur að kódein skuli vera tiltækt í hæfilegum skömmtum fyrir þá sem þess þurfa. Það sama ætti að gilda um kannabis.“ Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. Slæmt sé að fólk sem reyni að lina þjáningar með kannabis þurfi að gerast lögbrjótar. „Fyrsta matskeiðin var sjötta júlí og hann hefur nánast ekkert fengið höfuðverk síðan,“ Guðrún Jóna Sæmundsdóttir. Þar talar hún um son sinn Sigurð, en farið verður yfir mál hans í Brestum á Stöð 2 í kvöld. Sigurður greindist með sjö sentímetra æxli í heila fyrir ári. Góðar vísbendingar eru um að kannabis geti slegið á króníska verki og MS sjúkdóminn, en rannsóknir vantar til að staðfesta að það geti örvað matarlist og fleira. Samkvæmt hinu virta Mayo clinic í Bandaríkjunum. Kristin Ingólfsdóttir segir vitað að í sumum tilvikum geti kannabis gagnast sjúklingum sem hefðbundin ógleði og verkjalyf verka ekki á „Mér finnst mjög mikilvægt að þetta sé tekið fyrir af heilbrigðisyfirvöldum og það sé gengið til verka eins og í öðrum löndum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ og prófessor í lyfjafræði.Þannig að þér finnst mikilvægt að heilbrigðisyfirvöld skoði það að leyfa kannabis undir eftirliti, í lækningaskyni? „Já mér finnst það.“ „Það er eitthvað virkilega rangt í þessu samfélagi, ef að það er ólöglegt að hjálpa fólki á þennan hátt,“ segir Ásgeir. „Því þetta er að hjálpa fólki,“ segir Ásgeir Daði Rúnarsson sem greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Ásgeir sem aðstoðaði mæðginin segir hefðbundin ógleðilyf ekki hafa virkað á sig í krabbameinsmeðferð.David Nutt er virtur breskur vísindamaður, geðlæknir og forseti evrópska heilaráðsins. Hann telur alrangt að meina sjúklingum aðgang að kannabis til að vernda þá sem geta misnotað það. „Þetta er eins og að banna fólki með höfuðverk að taka kódein af því til eru þeir sem misnota það. En við segjum það ekki, heldur að kódein skuli vera tiltækt í hæfilegum skömmtum fyrir þá sem þess þurfa. Það sama ætti að gilda um kannabis.“
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira