„Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2014 12:26 Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér,“ sagði hann í þættinum í gær. Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. Ásgeir býr í foreldrahúsum í Garðabæ en aðspurður hvort hann væri ekki hræddur um það hvort lögreglan myndi kíkja við heima hjá honum eftir að þátturinn færi í loftið, svaraði hann; „Ég hef oftast þurft að borga með þessu enda hef ég ekkert gefið mig út fyrir það að vera selja hampolíu, ég er meira að gefa hana,“ sagði Ásgeir í Brestum á Stöð 2 í gær. „Ég er alls ekki hræddur um það hvort lögreglan mæti heim til mín. Mér finnst ég ekki vera gera rangt. Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það.“ Hvað með ef það kostar þig þunga fjársekt?; „Ég á engan pening.“ Brestir Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. Ásgeir greindist með krabbamein í hálsi árið 2011. Hann hafði líkt og þúsundir annarra Íslendinga reykt gras sér til afþreyingar en þegar hann greindist með krabbann ákvað hann að búa sér til lyf úr kannabisplöntunni. Ströng lyfjameðferð á tveggja vikna fresti í hálft ár fór illa í Ásgeir. „Stundum gat ég ekki hreyft mig, ég bara ældi og ældi og ældi. Þá fékk maður sér bara smók eða smá af olíu. Þá ældi ég til dæmis ekkert. Ég gat bara borðað allt og labbað á fjall. Var ekki í sársauka, fann ekki að líffærin mín væru að brenna að innan. Þetta hjálpaði mér,“ sagði hann í þættinum í gær. Ásgeir hefur tröllatrú á kannabisplöntunni og ákvað að koma fyrir einni plöntu úti í beði. Hann vill kanna hvernig hún virkar í íslenskri náttúru. Ásgeir býr í foreldrahúsum í Garðabæ en aðspurður hvort hann væri ekki hræddur um það hvort lögreglan myndi kíkja við heima hjá honum eftir að þátturinn færi í loftið, svaraði hann; „Ég hef oftast þurft að borga með þessu enda hef ég ekkert gefið mig út fyrir það að vera selja hampolíu, ég er meira að gefa hana,“ sagði Ásgeir í Brestum á Stöð 2 í gær. „Ég er alls ekki hræddur um það hvort lögreglan mæti heim til mín. Mér finnst ég ekki vera gera rangt. Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það.“ Hvað með ef það kostar þig þunga fjársekt?; „Ég á engan pening.“
Brestir Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira