Þiggja féð með óbragð í munni Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2014 14:08 Skuldaniðurfellingarnar eru umdeildar og sumir eru hreinlega með móral yfir því að þiggja féð frá ríkisstjórninni. Meðan ýmsir fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar og prísa sig sæla eru aðrir sem nú fá hluta húsnæðisskulda sinna niðurfellda sem eru hreinlega með móral – þeim finnst aðgerðin ranglát og heimskuleg.Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi birtir uppfærslu á Facebooksíðu sinni, svohljóðandi: „Kæru skattgreiðendur. Þið hafið lækkað húsnæðislán mitt um tæpar 2 m.kr. þó ég eigi mjög auðvelt með að greiða af láninu. Á sama tíma ná börnin mín og annað fólk á leigumarkaði ekki endum saman. Þess vegna finnst mér þetta óréttlátt. Við ríka fólkið þurfum ekki að verða ríkari – en aðrir þurfa mun meira en þeir hafa.“Rennur til SOS barnaþorpaBjörk talar fyrir munn margra sem tjá sig um skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Á svipuðu róli er Hjálmar Gíslason sem nýverið seldi hugbúnaðarfyrirtæki sitt DataMarket, fyrir dágóða summu. Hann greinir frá því að hann hafi fengið póst frá skattinum og þar sem það væri svo flókið að reikna „okkar hlut í leiðréttingunni og við yrðum að bíða. Án þess að fara í smáatriði þykist ég vita að það er vegna þess að við höfum svo augljóslega enga þörf á þessum peningum. Hins vegar hefur mér sýnst við eiga rétt á hámarksgreiðslu í þessum aðgerðum og hef áður sagt að hún mun renna óskipt til SOS barnaþorpa, enda mun betur komin þar en hjá ríkissjóði í núverandi ham!“Með óbragð í munniVísi er kunnugt um annað dæmi sem er sérkennilegt, en viðmælandi fréttastofunnar vill síður láta nafns síns getið. Dæmið talar hins vegar sínu máli: „Má ég borga þetta inná nýjan spítala?? Árið 2005 keypti ég íbúð á Nönnugötu með 100% láni. Ég seldi þá íbúð síðan með ágætum hagnaði árið 2008. "leiðrétting" á hverju ?? Ég skil vel að þetta sé sanngjörn leiðrétting fyrir suma og sérstaklega þá sem keyptu sína fyrstu íbúð árin 2006 til 2008 en ég tek á móti þessum peningum með óbragð í munni.“ Aðgerðirnar eru þannig ákaflega umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Vísir ræddi við konu sem sagði sína hlið, sem er mjög í anda þess sem áður segir: „Íbúðin mín kostaði 12-13 milljónir. Heildarlánið mun kosta mig svipað, en í dag get ég selt hana á yfir 20 milljónir. Þetta er algjört bull. Ég fæ rétt tæplega 1200 þúsund krónur. Ég skuldaði 2,9 milljónir í gær en 1,7 í dag."Í skuldafeniðOg enn einn á þessu róli er ljósmyndarinn og blaðamaðurinn Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem segir sína sögu, svohljóðandi, og hann er ómyrkur í máli: „Here goes: Ætli ég skuldi ekki fast að því 30 milljónir. Hrunið át upp tíu ára afborganir af íbúð (eins og hjá flestum). Mánaðarlaunin eru u.þ.b. 100 þúsundkalli undir meðaltekjum. Þessi svonefnda leiðrétting gufar upp í skuldafeninu á örstuttum tíma og heimilið mun aldrei finna fyrir henni í lífsgæðum. Mest langar mig að hafna þessu rugli, enda kaus ég það ekki.“Innlegg frá Björk Vilhelmsdóttir. Innlegg frá Hjalmar Gislason. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Meðan ýmsir fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar og prísa sig sæla eru aðrir sem nú fá hluta húsnæðisskulda sinna niðurfellda sem eru hreinlega með móral – þeim finnst aðgerðin ranglát og heimskuleg.Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi birtir uppfærslu á Facebooksíðu sinni, svohljóðandi: „Kæru skattgreiðendur. Þið hafið lækkað húsnæðislán mitt um tæpar 2 m.kr. þó ég eigi mjög auðvelt með að greiða af láninu. Á sama tíma ná börnin mín og annað fólk á leigumarkaði ekki endum saman. Þess vegna finnst mér þetta óréttlátt. Við ríka fólkið þurfum ekki að verða ríkari – en aðrir þurfa mun meira en þeir hafa.“Rennur til SOS barnaþorpaBjörk talar fyrir munn margra sem tjá sig um skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Á svipuðu róli er Hjálmar Gíslason sem nýverið seldi hugbúnaðarfyrirtæki sitt DataMarket, fyrir dágóða summu. Hann greinir frá því að hann hafi fengið póst frá skattinum og þar sem það væri svo flókið að reikna „okkar hlut í leiðréttingunni og við yrðum að bíða. Án þess að fara í smáatriði þykist ég vita að það er vegna þess að við höfum svo augljóslega enga þörf á þessum peningum. Hins vegar hefur mér sýnst við eiga rétt á hámarksgreiðslu í þessum aðgerðum og hef áður sagt að hún mun renna óskipt til SOS barnaþorpa, enda mun betur komin þar en hjá ríkissjóði í núverandi ham!“Með óbragð í munniVísi er kunnugt um annað dæmi sem er sérkennilegt, en viðmælandi fréttastofunnar vill síður láta nafns síns getið. Dæmið talar hins vegar sínu máli: „Má ég borga þetta inná nýjan spítala?? Árið 2005 keypti ég íbúð á Nönnugötu með 100% láni. Ég seldi þá íbúð síðan með ágætum hagnaði árið 2008. "leiðrétting" á hverju ?? Ég skil vel að þetta sé sanngjörn leiðrétting fyrir suma og sérstaklega þá sem keyptu sína fyrstu íbúð árin 2006 til 2008 en ég tek á móti þessum peningum með óbragð í munni.“ Aðgerðirnar eru þannig ákaflega umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Vísir ræddi við konu sem sagði sína hlið, sem er mjög í anda þess sem áður segir: „Íbúðin mín kostaði 12-13 milljónir. Heildarlánið mun kosta mig svipað, en í dag get ég selt hana á yfir 20 milljónir. Þetta er algjört bull. Ég fæ rétt tæplega 1200 þúsund krónur. Ég skuldaði 2,9 milljónir í gær en 1,7 í dag."Í skuldafeniðOg enn einn á þessu róli er ljósmyndarinn og blaðamaðurinn Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem segir sína sögu, svohljóðandi, og hann er ómyrkur í máli: „Here goes: Ætli ég skuldi ekki fast að því 30 milljónir. Hrunið át upp tíu ára afborganir af íbúð (eins og hjá flestum). Mánaðarlaunin eru u.þ.b. 100 þúsundkalli undir meðaltekjum. Þessi svonefnda leiðrétting gufar upp í skuldafeninu á örstuttum tíma og heimilið mun aldrei finna fyrir henni í lífsgæðum. Mest langar mig að hafna þessu rugli, enda kaus ég það ekki.“Innlegg frá Björk Vilhelmsdóttir. Innlegg frá Hjalmar Gislason.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels