Fær hálfan milljarð króna fyrir sinn hlut í Datamarket Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2014 18:54 Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar. Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar.
Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53