Fær hálfan milljarð króna fyrir sinn hlut í Datamarket Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2014 18:54 Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar. Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Upplýsingatæknifyrirtækið Qlik hefur keypt allt hlutafé í Datamarket á 13,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,6 milljarða króna. Stofnandi Datamarket sem byrjaði með tvær hendur tómar árið 2008 fær tæplega hálfan milljarð króna í sinn hlut. Hjálmar Gíslason, sjálflærður forritari, stofnaði Datamarket með nær tvær hendur tómar árið 2008. Fyrirtækið, sem hefur vaxið og dafnað, hefur sérhæft sig í lausnum við miðlun mikils magns tölulegra upplýsinga. Það má segja að Datamarket hafi í raun gegnt mikilvægu samfélagslegu hlutverki á Íslandi með því að miðla upplýsingum eins og tölfræði úr fjárlögum til almennings á netinu með myndrænum hætti. Þau tíðindi urðu í gær að bandaríska fyrirtækið Qlik, sem er skráð á markað vestanhafs í Nasdaq vísitölunni, keypti allt hlutafé Datamarket. „Við kynntumst þessu fyrirtæki, Qlik Technologies, fyrir um það bil ári síðan. Þeir höfðu áhuga á tækni sem við höfðum byggt upp. Við höfum allt þetta ár verið í þessum viðræðum sem leiddu til þessarar sölu. Kaupverðið er 13,5 milljónir dollara, um það bill 1,6 milljarðar króna,“ segir Hjálmar en Qlik sérhæfir sig í lausnum á sviði viðskiptagreindar. Stærstu hluthafar Datamarket auk Hjálmars, sem fer með tæplega 27 prósenta hlut, voru fjárfestingarsjóðurinn Frumtak sem átti 40 prósent, Investa fjárfestingarfélag sem átti 7,6 prósent, Meson Holding í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem hélt á 5,7 prósenta hlut og þá átti Frosti Sigurjónsson alþingismaður rúmlega 4 prósenta hlut í fyrirtækinu.Á grænni grein fjárhagslega Ljóst er að Hjálmar fær vel á fimmta hundrað milljónir króna fyrir sín hlutabréf í félaginu við söluna og er því á grænni grein fjárhagslega. Hjálmar segir að nýr eigandi Datamarket gefi félaginu byr í seglin og starfsemin hér á Íslandi verði efld en sjálfur tekur hann við stöðu hjá Qlik í Bandaríkjunum. „Ég fer í það að sinna því verkefni að koma okkar tækni inn í þeirra lausnir og við erum ekki að gefa neitt of mikið upp um þau plön sem framundan eru,“ segir Hjálmar.
Tengdar fréttir Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Qlik kaupir Datamarket Kaupvirðið er að hámarki um 1,6 milljarðar króna. Framkvæmdastjóri Datamarket segir að fyrirtækið verði ekki flutt úr landi. 31. október 2014 21:53