Erlent

Gluggaþvottamönnum bjargað í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Byggingin er 541 metrar á hæð en starfsemi hófst nýverið á ákveðnum hæðum byggingarinnar.
Byggingin er 541 metrar á hæð en starfsemi hófst nýverið á ákveðnum hæðum byggingarinnar.
Bjarga þurfti tveimur glöggaþvottamönnum sem fastir voru utan á 68. hæð One World Trade Center í New York síðdegis í gær. Engan sakaði.

Í frétt CBS segir að vír á palli gluggaþvottamannanna hafi losnað þegar mennirnir höfðu lokið störfum og hugðust lækka pallinn þannig að slökkvilið þurfti að bjarga þeim inn í bygginguna.

One World Trade Center er hæsta bygging Bandaríkjanna og stendur á reit gömlu Tvíburaturnanna sem hrundu í hruðjuverkaárásunum á Bandaríkin þann 11. september 2001.

Byggingin er 541 metrar á hæð en starfsemi hófst nýverið á ákveðnum hæðum byggingarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×