Innlent

Sinueldur á Keilisnesi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Brunavarnir Suðurnesja vinna að því að ráða niðurlögum eldsins.
Brunavarnir Suðurnesja vinna að því að ráða niðurlögum eldsins. vísir/gva
Brunavarnir Suðurnesja vinna nú að því að slökkva sinueld á Vatnsleysuströnd sem blossaði upp um klukkan hálf eitt í dag. Eldurinn brennur á Keilisnesi og logar á nokkuð stóru svæði.  Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er sinubruninn nærri eyðibýlum en ekki er talin hætta á ferðum. Lögreglan á Suðurnesjum telur að kveikt hafi verið í rusli á þessum slóðum og eldurinn náð að læsa sig í gróðri í kjölfarið.

Fjórir slökkviliðsmenn á einum slökkviliðsbíl og tankbíl vinna nú að því að ráða niðurlögum eldsins en ekki er talin þörf á að kalla út frekari aðstoð.

Töluverðan reyk leggur frá Vatnleysuströnd, en þessi mynd er tekin frá Öskjuhlíð.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×