Fótbolti

Keane lætur stjóra Everton heyra það

Keane er hér að rífast við dómarann um helgina.
Keane er hér að rífast við dómarann um helgina. vísir/getty
Roy Keane, aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, er allt annað en sáttur við Roberto Martinez, stjóra Everton.

Keane sakar Martinez um að setja pressu á írska leikmenn sína um að taka ekki þátt í landsleikjum.

James McCarthy hefur misst af síðustu þremur landsleikjum vegna meiðsla og Seamus Coleman gat ekki spilað gegn Þjóðverjum um daginn. McCarthy missti líka af þeim leik.

Báðir spiluðu þeir þó með Everton aðeins fjórum dögum síðar.    

„Ég hef áhyggjur af því að Everton setji McCarthy undir mikla pressu. Í hvert skipti sem það er landsleikur þá virðast þessir menn vera undir mikilli pressu frá félagi sínu. Það er alltaf vesen," sagði Keane.

„Miðað við það sem maður heyrir frá Everton þá virðast þeir varla geta gengið. Svo er þeir koma og maður sér þá labba þá þakkar maður almættinu fyrir kraftaverkið."

Keane vill að Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Írlands, setjist niður með Martinez og hreinsi loftið. Það sé talað um þessi mál og þau gerð upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×