Fótbolti

Silva brjálaður yfir því að hafa misst fyrirliðabandið

Neymar er örugglega ekki að hvísla því að Silva að hann ætli að taka fyrirliðabandið af honum.
Neymar er örugglega ekki að hvísla því að Silva að hann ætli að taka fyrirliðabandið af honum. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Thiago Silva er alls ekki sáttur við að hafa misst fyrirliðabandið hjá landsliðinu.

Silva var fyrirliði Brassana á HM en eftir að Dunga tók við liðinu hefur ungstirnið Neymar verið fyrirliði. Sú ákvörðun var tekin án þess að tala við Silva og við það er hann ekki sáttur.

„Þjálfarinn talaði aldrei við mig. Það talaði reyndar enginn við mig og ákvörðunin var tekin án þess að hún væri rædd að einhverju leyti. Það fer í taugarnar á mér," sagði Silva.

Silva hefur reyndar misst af flestum leikjum liðsins undir stjórn Dunga þar sem hann hefur verið meiddur. Hann var síðan á bekknum á föstudaginn er Brasilía lagði Tyrkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×