Fótbolti

Ætlar að sekta leikmenn sem safna skeggi

Skegg er ekki bara skegg. Cavcav er til að mynda hrifinn af yfirvaraskeggi en vill ekki sjá alskegg. Þessi leikmaður fékk samning hjá hans félagi enda vel rakaður.
Skegg er ekki bara skegg. Cavcav er til að mynda hrifinn af yfirvaraskeggi en vill ekki sjá alskegg. Þessi leikmaður fékk samning hjá hans félagi enda vel rakaður. vísir/afp
Ilhan Cavcav, stjórnarformaður tyrkneska félagsins Genclerbirligi, er ekkert lamb að leika sér við.

Hann hefur nú skorið uppherör gegn skeggjuðum leikmönnum félagsins. Hann ætlar að sekta þá leikmenn sem skarta alskeggi um tæplega eina og hálfa milljón króna.

„Ég er áttræður en ég raka mig á hverjum degi. Þetta eru íþróttamenn og eiga að vera fyrirmyndir fyrir ungt fólk," sagði Cavcav en sjálfur skartar hann glæsilegu yfirvaraskeggi.

Hann vildi upphaflega fá tyrknesa knattspyrnusambandið til að banna skeggjaða leikmenn í tyrkneskum fótbolta. Hann fékk neitun á þá beiðni þar sem UEFA myndi aldrei leyfa slíkt.

„Ég er búinn að fá nóg af þessu UEFA. Ég vildi að við gætum spilað fótbolta hjá einhverju öðru sambandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×