Fótbolti

Skotar ætla að taka á Englendingum

Gordon Strachan.
Gordon Strachan. vísir/getty
Það má búast við einhverjum látum á Celtic Park í kvöld er Skotar taka á móti Englendingum.

Þó svo þetta sé aðeins vináttulandsleikur verður klárlega vel tekið á því. Skotarnir eru klárir í slaginn segir landsliðsþjálfarinn, Gordon Strachan.

„Það var mikil keyrsla á lokaæfingunni. Það hefur enginn áhuga á því að slaka á. Það eru svo margir sem vilja spila þennan leik," sagði Strachan.

Hans menn unnu flottan, og mikilvægan, sigur á Írum síðasta föstudag og þeir ætla að láta Englendingana finna fyrir því í kvöld.

„Ég er voða lítið að hugsa um stemninguna og meðbyrinn. Eina sem ég hugsa um er að vinna England."

Strachan segist eðlilega ætla að leyfa einhverjum að spila í kvöld sem minna hafa fengið að spila en hann segir það ekki breyta neinu. Allir séu gríðarlega vel gíraðir í þennan leik og ætli að taka hraustlega á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×