Fótbolti

Eriksson fær nýjan milljarðasamning í Kína

Sven sáttur með nýja búninginn.
Sven sáttur með nýja búninginn. vísir/getty
Svíinn Sven-Göran Eriksson er ekki af baki dottinn og er búinn að landa enn einu starfinu þar sem hann fær bílhlass af peningum.

Nú er Eriksson búinn að semja við kínverska félagið Shanghai East Asia en hann er tiltölulega nýhættur með lið Guangzhou.

Þessi 66 ára gamli Svíi skrifaði undir tveggja ára samning við félagið og á að fá einn og hálfan milljarð króna í laun fyrir árin tvö.

„Ég er ánægður og stoltur að vera tekinn við þessu liði," sagði Svíinn brosmildur enda er hann að tvöfalda launin frá síðasta starfi.

Sven kom Guangzhou í þriðja sætið í kínversku deildinni á síðustu leiktíð á meðan Shanghai endaði í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×