„Ótrúlegt atvik og vanvirða við fólkið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2014 09:54 Ræstingarkonurnar sem misstu vinnuna hjá ríkinu á dögunum voru með um 260 þúsund krónur í mánaðarlaun. Vísir/Getty Stéttarfélagið Efling telur margt benda til þess að ræstingarfólk sé að fá sig fullsatt af álagi og kröfum um stöðugt aukna vinnu fyrir lægra kaup og verri aðbúnað í erfiðum ræstingarstörfum. Átján ræstingarkonum var sagt upp hjá ríkinu á dögunum. Sáu þær um þrif í byggingum sem falla undir Stjórnarráð Íslands. Sex þeirra voru eldri en 60 ára en sjö á aldrinum 50 til 60 ára.Á heimasíðu Eflingar kemur fram að stór hópur fólks af erlendum uppruna sinni ræstingarstörfum í kjölfar útboða hjá ríkisfyrirtækjum. Fólkið sé að kikna undan álagi fyrir laun sem eru í mörgum tilvikum undir því lágmarki sem kjarasamningar kveða á um. „Á Landsspítalanum kom nýlega til áreksturs þegar fulltrúi Eflingar, Harpa Ólafsdóttir, var rekin af fundi þar sem pólskir ræstingarstarfsmenn höfðu óskað eftir nærveru Eflingar,“ segir á vef Eflingar. Sjá einnig: Ríkið segir upp átján konumKonurnar átján höfðu starfað hjá Stjórnarráðinu í langan tíma.Fram kemur að tólf pólskir starfsmenn sjái um þrif á 26 þúsund fermetra svæði Landspítalans í Fossvogi. Mikil ólga hafi verið undanfarið hjá þessum starfsmönnum vegna álags og bágra kjara. Nú fyrr í nóvembermánuði hafi þeir óskað eftir fundi með yfirmönnum ræstingarfyrirtækisins ásamt túlki og fulltrúa Eflingar. „Við höfum fylgst með vaxandi óánægju á þessum verkstöðvum ræstingarfólks og brugðumst því hratt við þegar óskað var eftir nærveru Eflingar og stuðnings á fundinum sem fyrirtækið Hreint var með á staðnum, segir Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar. „Þegar til kom var mér sem fulltrúa stéttarfélagsins meinaður aðgangur að fundinum. Þetta var ekki lítið sérkennileg uppákoma og ég hef aldrei sem starfsmaður Eflingar lent í því að vera meinuð aðganga að fundi til að aðstoða félagsmenn. Ótrúlegt atvik og mikil vanvirða við fólkið sem beðið hafði um aðstoð Eflingar á fundinum.“ Sjá einnig: Ræstingarkonurnar fengu 260 þúsund krónur á mánuðiHarpa Ólafsdóttir.Bendir Harpa á að vanvirðingin sé sérstaklega mikil þar sem enginn trúnaðarmaður sé á staðnum og starfsmenn þekki síður rétt sinn vegna tungumálaörðugleika. „Þetta varð til þess að þeir ellefu starfsmenn sem mættir voru gengu allir af fundi.“ Að loknu stuttu samtali sem fulltrúi Eflingar tók við starfsmennina með aðstoð túlks var talin full ástæða til að skoða málið betur og er það nú til meðferðar hjá lögmönnum og forystumönnum Eflingar. Ræstingahópur er sagður hafa setið eftir í launahækkunum. Í nýrri viðhorfskönnun Eflingar kemur fram að um 73% þeirra sem starfa við ræstingar eru með dagvinnulaun undir 250.000 kr. fyrir fullt starf á mánuði. Þá hefur paraður launasamanburður félagsins milli ára fyrir þann hóp félagsmanna sem starfar hjá ræstingafyrirtækjum leitt í ljós að þessi hópur hefur hækkað hvað minnst milli ára af einstökum starfahópum eða um 2,4% frá 2013 til 2014. Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðins segir uppsagnir ræstitækna hluta af því að gera reksturinn hagkvæmari. Búið sé að undirbúa útboð á ræstingunum sem verði nú unnar á dagvöktum. Forsætisráðherra segist ekkert hafa vitað. 6. nóvember 2014 07:00 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Stéttarfélagið Efling telur margt benda til þess að ræstingarfólk sé að fá sig fullsatt af álagi og kröfum um stöðugt aukna vinnu fyrir lægra kaup og verri aðbúnað í erfiðum ræstingarstörfum. Átján ræstingarkonum var sagt upp hjá ríkinu á dögunum. Sáu þær um þrif í byggingum sem falla undir Stjórnarráð Íslands. Sex þeirra voru eldri en 60 ára en sjö á aldrinum 50 til 60 ára.Á heimasíðu Eflingar kemur fram að stór hópur fólks af erlendum uppruna sinni ræstingarstörfum í kjölfar útboða hjá ríkisfyrirtækjum. Fólkið sé að kikna undan álagi fyrir laun sem eru í mörgum tilvikum undir því lágmarki sem kjarasamningar kveða á um. „Á Landsspítalanum kom nýlega til áreksturs þegar fulltrúi Eflingar, Harpa Ólafsdóttir, var rekin af fundi þar sem pólskir ræstingarstarfsmenn höfðu óskað eftir nærveru Eflingar,“ segir á vef Eflingar. Sjá einnig: Ríkið segir upp átján konumKonurnar átján höfðu starfað hjá Stjórnarráðinu í langan tíma.Fram kemur að tólf pólskir starfsmenn sjái um þrif á 26 þúsund fermetra svæði Landspítalans í Fossvogi. Mikil ólga hafi verið undanfarið hjá þessum starfsmönnum vegna álags og bágra kjara. Nú fyrr í nóvembermánuði hafi þeir óskað eftir fundi með yfirmönnum ræstingarfyrirtækisins ásamt túlki og fulltrúa Eflingar. „Við höfum fylgst með vaxandi óánægju á þessum verkstöðvum ræstingarfólks og brugðumst því hratt við þegar óskað var eftir nærveru Eflingar og stuðnings á fundinum sem fyrirtækið Hreint var með á staðnum, segir Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur Eflingar. „Þegar til kom var mér sem fulltrúa stéttarfélagsins meinaður aðgangur að fundinum. Þetta var ekki lítið sérkennileg uppákoma og ég hef aldrei sem starfsmaður Eflingar lent í því að vera meinuð aðganga að fundi til að aðstoða félagsmenn. Ótrúlegt atvik og mikil vanvirða við fólkið sem beðið hafði um aðstoð Eflingar á fundinum.“ Sjá einnig: Ræstingarkonurnar fengu 260 þúsund krónur á mánuðiHarpa Ólafsdóttir.Bendir Harpa á að vanvirðingin sé sérstaklega mikil þar sem enginn trúnaðarmaður sé á staðnum og starfsmenn þekki síður rétt sinn vegna tungumálaörðugleika. „Þetta varð til þess að þeir ellefu starfsmenn sem mættir voru gengu allir af fundi.“ Að loknu stuttu samtali sem fulltrúi Eflingar tók við starfsmennina með aðstoð túlks var talin full ástæða til að skoða málið betur og er það nú til meðferðar hjá lögmönnum og forystumönnum Eflingar. Ræstingahópur er sagður hafa setið eftir í launahækkunum. Í nýrri viðhorfskönnun Eflingar kemur fram að um 73% þeirra sem starfa við ræstingar eru með dagvinnulaun undir 250.000 kr. fyrir fullt starf á mánuði. Þá hefur paraður launasamanburður félagsins milli ára fyrir þann hóp félagsmanna sem starfar hjá ræstingafyrirtækjum leitt í ljós að þessi hópur hefur hækkað hvað minnst milli ára af einstökum starfahópum eða um 2,4% frá 2013 til 2014.
Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðins segir uppsagnir ræstitækna hluta af því að gera reksturinn hagkvæmari. Búið sé að undirbúa útboð á ræstingunum sem verði nú unnar á dagvöktum. Forsætisráðherra segist ekkert hafa vitað. 6. nóvember 2014 07:00 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48
Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37
Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðins segir uppsagnir ræstitækna hluta af því að gera reksturinn hagkvæmari. Búið sé að undirbúa útboð á ræstingunum sem verði nú unnar á dagvöktum. Forsætisráðherra segist ekkert hafa vitað. 6. nóvember 2014 07:00
Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46