Straumur flóttamanna til Svíþjóðar aldrei meiri Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2014 12:04 Sveitarfélög fá sjaldnast mikinn fyrirvara áður en heimili fyrir hælisleitendur eru opnuð. Það hefur skapað vanda þar sem sveitarfélögum er skylt að tryggja börnum hælisleitenda skólavist. Vísir/AFP Flóttamannastraumur til Svíþjóðar er nú jafn mikill og á tímum stríðsins á Balkanskaga í byrjun tíunda áratugarins og gera spár ráð fyrir að hann muni halda áfram að aukast. Michael Ribbenvik, forstjóri Útlendingastofnunar Svíþjóðar, segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að landið standi nú frammi áður óþekkri stöðu. Stríðið í Miðausturlöndum hefur fyrst og fremst valdið auknum straumi en frá síðasta sumri hafa um tvö þúsund flóttamenn komið til Svíþjóðar í hverri viku. „Það verður að koma þessum manneskjum fljótt undir þak, en íbúðir Útlendingastofnunar kláruðust fyrir þremur árum síðan. Nú neyðumst við til að nýta stærri rými sem okkur þykir vera verri kostur. En við höfum ekkert val,“ segir Ribbenvik. Fyrsta áratug aldarinnar sóttu að meðaltali um 20 þúsund manns um hæli í Svíþjóð á hverju ári, en gert er ráð fyrir að um 83 þúsund muni í heildina sækja um á þessu ári. Það jafnast á við metárið 1992, á þeim tíma er stríðið á Balkanskaga stóð yfir. Í nýrri spá Útlendingastofnunarinnar er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hælisleitendur um 95 þúsund, um 16 þúsund fleiri en í síðustu spá stofnunarinnar. „Staðan nú er allt önnur en á tímum Balkanskagastríðsins,“ segir Ribbenvik. „1992 var tímabundinn toppur en nú bendir ekkert til að flóttamannastraumurinn muni minnka. Við teljum að ekki muni draga úr deilunni í Sýrlandi á næstunni, Írak stefnir í ranga átt, ástandið í Afganistan er óljóst og við sjáum heldur ekki að það sé birta til í einræðisríkinu Erítreu.“Í frétt SVT segir að umsóknir sænsku Útlendingastofnunarinnar eftir tímabundna bústaði fyrir hælisleitendur hafi skapað gremju innan fjölda sveitarfélaga. Eigendur fasteigna hafa margir grætt á því að leigja út kofa á tjaldsvæðum og eldri gistihús sem slíka bústaði. Þar að auki fá sveitarfélög sjaldnast mikinn fyrirvara áður en slík heimili eru opnuð sem hefur skapað vanda þar sem sveitarfélögum er skylt að tryggja börnum hælisleitenda skólavist. Flóttamenn í heiminum hafa ekki verið fleiri frá því í seinni heimsstyrjöldinni og má fyrst og fremst rekja aukninguna til stríðsins í Sýrlandi og Írak. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Flóttamannastraumur til Svíþjóðar er nú jafn mikill og á tímum stríðsins á Balkanskaga í byrjun tíunda áratugarins og gera spár ráð fyrir að hann muni halda áfram að aukast. Michael Ribbenvik, forstjóri Útlendingastofnunar Svíþjóðar, segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið að landið standi nú frammi áður óþekkri stöðu. Stríðið í Miðausturlöndum hefur fyrst og fremst valdið auknum straumi en frá síðasta sumri hafa um tvö þúsund flóttamenn komið til Svíþjóðar í hverri viku. „Það verður að koma þessum manneskjum fljótt undir þak, en íbúðir Útlendingastofnunar kláruðust fyrir þremur árum síðan. Nú neyðumst við til að nýta stærri rými sem okkur þykir vera verri kostur. En við höfum ekkert val,“ segir Ribbenvik. Fyrsta áratug aldarinnar sóttu að meðaltali um 20 þúsund manns um hæli í Svíþjóð á hverju ári, en gert er ráð fyrir að um 83 þúsund muni í heildina sækja um á þessu ári. Það jafnast á við metárið 1992, á þeim tíma er stríðið á Balkanskaga stóð yfir. Í nýrri spá Útlendingastofnunarinnar er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hælisleitendur um 95 þúsund, um 16 þúsund fleiri en í síðustu spá stofnunarinnar. „Staðan nú er allt önnur en á tímum Balkanskagastríðsins,“ segir Ribbenvik. „1992 var tímabundinn toppur en nú bendir ekkert til að flóttamannastraumurinn muni minnka. Við teljum að ekki muni draga úr deilunni í Sýrlandi á næstunni, Írak stefnir í ranga átt, ástandið í Afganistan er óljóst og við sjáum heldur ekki að það sé birta til í einræðisríkinu Erítreu.“Í frétt SVT segir að umsóknir sænsku Útlendingastofnunarinnar eftir tímabundna bústaði fyrir hælisleitendur hafi skapað gremju innan fjölda sveitarfélaga. Eigendur fasteigna hafa margir grætt á því að leigja út kofa á tjaldsvæðum og eldri gistihús sem slíka bústaði. Þar að auki fá sveitarfélög sjaldnast mikinn fyrirvara áður en slík heimili eru opnuð sem hefur skapað vanda þar sem sveitarfélögum er skylt að tryggja börnum hælisleitenda skólavist. Flóttamenn í heiminum hafa ekki verið fleiri frá því í seinni heimsstyrjöldinni og má fyrst og fremst rekja aukninguna til stríðsins í Sýrlandi og Írak.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira