Giftingarhringurinn fannst eftir rúmt ár í blóðmörskepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 13:16 Hringurinn fannst djúpt inni í seinasta blóðmörskeppnum. Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“ Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Anna Guðný Egilsdóttir var að taka slátur fyrir ári síðan ásamt vinkonu sinni og móður hennar þegar hún lenti í því óhappi að týna giftingarhringnum sínum í blóðmörskeppi. Akureyrarvefurinn greindi fyrst frá. „Þetta var alveg ótrúlegt því það var verið að segja mér sögu af konu sem hafði einmitt týnt giftingarhringnum sínum þegar hún var að taka slátur. Svo átta ég mig á því að ég er ekki með hringinn minn lengur á fingri svo við byrjum að leita að honum,“ segir Anna í samtali við Vísi. Hún segir að þær hafi verið búnar að setja í alla keppina og verið var að sauma þá saman. „Við þukluðum og þukluðum alla keppina en fundum ekki neitt en ég var alveg handviss um að hringurinn kæmi í leitirnar. Ég var því mjög meðvituð allt árið þegar ég var að skera blóðmörskeppina. Ég skar slátrið bara einhvern veginn en blóðmörinn skar ég alltaf á ákveðinn hátt svo ég sæi hringinn ef hann kæmi í ljós.“ Hún hafði svo heppnina með sér um helgina þegar hringurinn fannst djúpt inni í einum keppnum. „Ég held hreinlega að þetta hafi verið síðasti keppurinn, það var kannski einn annar eftir. Hringurinn var djúpt inni í keppnum, ég var búin að skera meira en helminginn niður þegar ég fann hringinn.“ Aðspurð segir Anna að það sjái ekki á hringnum, þrátt fyrir að hann hafi verið inni í blóðmörskepp í rúmt ár.Kannski fékk huldufólk hringinn lánaðan? Anna segir að það sé til skemmtileg þjóðtrú hvað verði um hluti sem hverfa. Sagan segir að huldufólk fái hlutina lánaða og skili þeim stundum aftur, jafnvel á allt annan stað en þar sem það tók hlutinn. Þá á huldufólk að nota hringa sem það fær lánað við sérstakar manndómsvígslur en skili þeim svo aftur. „Mér finnst þetta svona skemmtilegri tilhugsun en að hringurinn hafi bara verið allan tímann inni í keppnum,“ segir Anna létt í bragði. „Þó að svona sögur af huldufólki séu ekkert endilega sannar þá er þetta gömul þjóðtrú og mér finnst mikilvægt að við gleymum henni ekki. Það er gott að halda svona sögum til haga, þó að það sé ekki nema bara til skemmtunar.“ Anna er að vonum hæstánægð með að hafa fundið hringinn aftur. „Ég er heppnari en maðurinn minn sem missti sinn hring í sjóinn fyrir 10 árum. Við segjum að hann hafi trúlega farið í þorskkjaft. Maðurinn minn fékk sér nýjan hring en það stóð aldrei til að ég fengi mér nýjan hring þar sem ég var viss um að finna hringinn minn aftur.“
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira