Fólkið á Airwaves: Í hlutverki vængkonunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 15:00 Hinar eldhressu Jill Casavant og Natalie Spaeth frá Atlanta. Vísir/Andri Marinó Vinkonurnar Jill Casavant og Natalie Spaeth eru frá borginni Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum eru spenntar fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. „Ofurspenntar,“ segir Jill en þær stöllur voru mættar í Hörpu í gærkvöldi eftir að hafa lent um morguninn í Keflavík. Aðspurðar hvað hafi orðið til þess að þær létu slag standa og skelltu sér á Iceland Airwaves í ár er Natalie fljót til svars: „Mig langaði að sjá The Knife og hef heldur aldrei komið.“ Jill stekkur til og minnir á að hún eigi líka afmæli. Natalie skammast sín aðeins fyrir að hafa gleymt þeirri ástæðu og greinilegt að um eins konar afmælisferð er að ræða. Jill neitar að upplýsa blaðamann um hversu ung hún sé. „Ertu ekki 29?“ spyr blaðamaður og uppsker bros og svar um að ágiskunin hljómi ljómandi vel. „29 er það!“ Natalie segist vera mikið tónlistarnörd og þekkja ágætlega til íslenskrar tónlistar. Atlanta iði af tónlist og þangað komi listamenn að úr öllum áttum. Á listanum yfir það sem þær ætla að sjá eru fjölmargar hljómsveitir. Nefnir Natalie FM Belfast, Tomas Barfod, Le Femme og For a Minor Reflection. Þá minnir hún á frábær bönd að eigin sögn úr stórborginni og nefnir sem dæmi Deer Hunter og Black Lips. Jill er greinilega alveg jafnmikil áhugamanneskja um tónlist, í það minnsta ekki tónlistarnörd, og tekur undir með blaðamanni hvort hún sé eins konar vængkona fyrir vinkonu sína á hátíðinni. Jill viðurkennir að hún sæki Ísland heim með opnum hug og hefði gaman af því að hitta skemmtilegt fólk og sæta stráka. Natalie er einbeitt á tónlistarþátt hátíðarinnar og segist bara fylgjast með strákunum úr fjarlægð. „Ef þeir vilja spjalla við mig þá er ég samt alveg til,“ segir hún hlæjandi. Airwaves Tengdar fréttir Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00 Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15 Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Vinkonurnar Jill Casavant og Natalie Spaeth eru frá borginni Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum eru spenntar fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. „Ofurspenntar,“ segir Jill en þær stöllur voru mættar í Hörpu í gærkvöldi eftir að hafa lent um morguninn í Keflavík. Aðspurðar hvað hafi orðið til þess að þær létu slag standa og skelltu sér á Iceland Airwaves í ár er Natalie fljót til svars: „Mig langaði að sjá The Knife og hef heldur aldrei komið.“ Jill stekkur til og minnir á að hún eigi líka afmæli. Natalie skammast sín aðeins fyrir að hafa gleymt þeirri ástæðu og greinilegt að um eins konar afmælisferð er að ræða. Jill neitar að upplýsa blaðamann um hversu ung hún sé. „Ertu ekki 29?“ spyr blaðamaður og uppsker bros og svar um að ágiskunin hljómi ljómandi vel. „29 er það!“ Natalie segist vera mikið tónlistarnörd og þekkja ágætlega til íslenskrar tónlistar. Atlanta iði af tónlist og þangað komi listamenn að úr öllum áttum. Á listanum yfir það sem þær ætla að sjá eru fjölmargar hljómsveitir. Nefnir Natalie FM Belfast, Tomas Barfod, Le Femme og For a Minor Reflection. Þá minnir hún á frábær bönd að eigin sögn úr stórborginni og nefnir sem dæmi Deer Hunter og Black Lips. Jill er greinilega alveg jafnmikil áhugamanneskja um tónlist, í það minnsta ekki tónlistarnörd, og tekur undir með blaðamanni hvort hún sé eins konar vængkona fyrir vinkonu sína á hátíðinni. Jill viðurkennir að hún sæki Ísland heim með opnum hug og hefði gaman af því að hitta skemmtilegt fólk og sæta stráka. Natalie er einbeitt á tónlistarþátt hátíðarinnar og segist bara fylgjast með strákunum úr fjarlægð. „Ef þeir vilja spjalla við mig þá er ég samt alveg til,“ segir hún hlæjandi.
Airwaves Tengdar fréttir Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00 Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15 Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Yndislegt að spila fyrir gamla fólkið Júníus Meyvant spilaði á elliheimilinu Grund á fyrstu tónleikum Airwaves. 6. nóvember 2014 10:00
Sjáið stemninguna á Airwaves í gær Fyrsti dagur tónlistarhátíðarinnar fór vel fram. 6. nóvember 2014 11:15
Túlkar hvert spark sem ánægju Spilar með gítarinn út á hlið og stefnir á jólatónleika viku fyrir settan dag. 6. nóvember 2014 00:01
Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15