Túlkar hvert spark sem ánægju Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 00:01 Sigríður Eir segir að allir muni skilja ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Fréttablaðið/Ernir Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund. Airwaves Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasdóttir, söngkona og gítarleikari, hefur í nægu að snúast þessa dagana því auk tónleikahalds gengur hún með sitt fyrsta barn og er komin rúma 8 mánuði á leið. Sigríður Eir skipar ásamt Völu Höskuldsdóttur Hljómsveitina Evu sem spilar á þremur „off-venue“ viðburðum á Airwaves-hátíðinni sem fram fer í vikunni og gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“. Hljómsveitin Eva stefnir á að halda jólatónleika í Fríkirkjunni viku fyrir settan dag. „Stúlkan sem ég geng með er rosa glöð með þetta og sparkar alveg á fullu þegar ég er að spila. Það myndast einhver titringur í legvatninu þegar ég spila á gítarinn. Ég hef ákveðið að túlka spörkin sem ánægju frekar en mótmæli,“ segir Sigríður Eir hress í bragði en hún hefur þurft að laga spilamennskuna að auknu umfangi óléttubumbunnar og spilar því með gítarinn aðeins út á hlið. Sigríður Eir segir lítið stress fylgja tónleikunum þrátt fyrir að þeir séu á dagskrá svo stuttu fyrir settan dag: „Það munu allir skilja það ef tónleikarnir frestast vegna barnsburðar. Ég vona bara að ég verði ekki alveg að springa þegar það kemur að þessu. Við seljum enga miða í forsölu svo það verður enginn fyrir brjáluðum vonbrigðum.“Tók plötuna upp í Berufirði Hljómsveitin Eva gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, „Nóg til frammi“, og heldur af því tilefni útgáfutónleika 13. nóvember á Café Rósenberg. Platan var tekin upp í Berufirði á bænum Karlsstöðum en fjármögnun hennar fór að miklu leyti fram í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolina Fund.
Airwaves Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira