Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2014 12:46 Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda, segir borgarstjóri en Höskuldur Þórhallsson vill málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Borgarstjóri vísar því á bug að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndafund á Alþingi þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. mbl.is sló því upp í gærkvöldi að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi afboðið sig til fundar sem atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðuðu til þar sem ræða átti Reykjavíkurflugvöll en á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar Hjartans í Vatnsmýrinni og Isavia. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sendi borgarstjóranum glósu á Facebook-síðu sinni nú í morgun og vænir hann um hugleysi. Dagur, af hverju mættuð þið ekki á fundinn? „Já, þetta er hið undarlegasta mál. Ég man ekki eftir því, í öll þessi ár, að hafa fengið beiðni frá þessum þingnefndum að fara yfir þessi flugvallarmál. Þannig að það hefði verið mjög gott að geta gert það. En, við fengum sem sagt beiðni í gær um að mæta til fundar klukkan hálf-níu til tíu. En, bentum á að það væri reglulegur fundur borgarráðs klukkan níu. Við værum tilbúnir að koma milli hálf-níu og níu. En, það var ekki þegið heldur var fundur þingnefndanna fluttur til níu. Þannig að hann stangaðist því miður á við fundartíma borgarráðs. Dagur segir að þeir hafi látið fylgja sögunni, þegar þeir því miður þurftu að afboða sig, að þeir væru tilbúnir að bjóða þingnefndunum í ráðhúsið hvenær sem er, eða finna nýjan tíma til að hitta þingnefndirnar. „Því okkur skiptir miklu máli að þessi umræða sé upplýst og byggi á réttum gögnum og upplýsingum.“Þannig að þetta hafa ekki verið undanbrögð og/eða hugleysi sem réði því að þið afboðuðuð ykkur „Nei, við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt. Tala ekki um þegar fyrir liggur, og hefur gert í mörg ár, að borgarráð fundar klukkan níu á fimmtudagsmorgnum.“Flugvöllurinn í þjóðaratkvæði? Borgarstjóri segir að sé skiljist sem svo að um væri að ræða sérstakan aukafundur í nefndinni og að það hefði verið hægur leikur að finna annan fundartíma. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð.“ Svo virðist sem þetta mál, fundarboð þingmannanna, sé liður í stærra máli, sem sagt því að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur boðað frumvarp þar sem lagt verður til að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig horfir það við borgarstjóra, er ekki verið að svipta hann skipulagsvaldi?„Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar.“Ótti þar sem enginn ótti þarf að vera En, nú er gríðarlegur órói varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni, sem gýs alltaf upp aftur og aftur, hver er staðan á því núna? „Málið er í prýðilegu ferli. Það er verið að skoða alla fleti í nefnd sem Ragna Árnadóttir veitir forystu. Ég held að það skipti máli að nefndin fái tíma og frið til að ljúka sinni vinnu. Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggð frá 2002 og það sem merkilegt er í þessu er að þar er ekki verið að hækka hús eða auka byggingamagn heldur fyrst og fremst verið að leyfa það að það verði í þessum húskroppum minni íbúðir en áður var gert ráð fyrir. Þá bara í takti við eftirspurn, sérstaklega ungs fólks, eftir húsnæði.“Finnst þér eins og menn séu markvisst að efna til ófriðar um þessi skipulagsmál, þá í tengslum við flugvöllinn?„Neee, ég skynja nú bara ákveðnar áhyggjur af málinu. Það er mörgu haldið fram og mikið deilt um staðreyndir. Til að mæta þeim áhyggjum skiptir miklu máli að réttar upplýsingar séu á borðinu og ekki sé verið að búa til óþarfa ótta þar sem enginn ótti þarf að vera. Þess vegna hefði mér fundist gott að geta hitt nefndina og farið yfir málið í dag, en við finnum örugglega einhvern annan tíma fyrir það.“ Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Borgarstjóri vísar því á bug að undanbrögð, hvað þá hugleysi, hafi ráðið því að hann afboðaði sig á nefndafund á Alþingi þar sem Reykjavíkurflugvöllur var til umræðu. mbl.is sló því upp í gærkvöldi að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, hafi afboðið sig til fundar sem atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis boðuðu til þar sem ræða átti Reykjavíkurflugvöll en á fundinn voru einnig boðaðir fulltrúar Hjartans í Vatnsmýrinni og Isavia. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sendi borgarstjóranum glósu á Facebook-síðu sinni nú í morgun og vænir hann um hugleysi. Dagur, af hverju mættuð þið ekki á fundinn? „Já, þetta er hið undarlegasta mál. Ég man ekki eftir því, í öll þessi ár, að hafa fengið beiðni frá þessum þingnefndum að fara yfir þessi flugvallarmál. Þannig að það hefði verið mjög gott að geta gert það. En, við fengum sem sagt beiðni í gær um að mæta til fundar klukkan hálf-níu til tíu. En, bentum á að það væri reglulegur fundur borgarráðs klukkan níu. Við værum tilbúnir að koma milli hálf-níu og níu. En, það var ekki þegið heldur var fundur þingnefndanna fluttur til níu. Þannig að hann stangaðist því miður á við fundartíma borgarráðs. Dagur segir að þeir hafi látið fylgja sögunni, þegar þeir því miður þurftu að afboða sig, að þeir væru tilbúnir að bjóða þingnefndunum í ráðhúsið hvenær sem er, eða finna nýjan tíma til að hitta þingnefndirnar. „Því okkur skiptir miklu máli að þessi umræða sé upplýst og byggi á réttum gögnum og upplýsingum.“Þannig að þetta hafa ekki verið undanbrögð og/eða hugleysi sem réði því að þið afboðuðuð ykkur „Nei, við eigum því satt best að segja ekki að venjast að það sé verið reyna að setja niður fundi um veigamikið mál, þar sem margir þurfa að koma saman með kannski 12 til 18 tíma fyrirvara, eða að það sé ekki sveigjanleiki til að finna tíma þar sem allir geta mætt. Tala ekki um þegar fyrir liggur, og hefur gert í mörg ár, að borgarráð fundar klukkan níu á fimmtudagsmorgnum.“Flugvöllurinn í þjóðaratkvæði? Borgarstjóri segir að sé skiljist sem svo að um væri að ræða sérstakan aukafundur í nefndinni og að það hefði verið hægur leikur að finna annan fundartíma. „Það hefðu verið eðlileg vinnubrögð.“ Svo virðist sem þetta mál, fundarboð þingmannanna, sé liður í stærra máli, sem sagt því að efna til átaka við borgaryfirvöld um skipulagsmál. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur boðað frumvarp þar sem lagt verður til að málefni og framtíðarskipulag flugvallarins verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig horfir það við borgarstjóra, er ekki verið að svipta hann skipulagsvaldi?„Ég hef nú ekki séð þetta frumvarp og eigum við ekki bara að láta það koma fram áður en við förum að yrkja eitthvað í eyðurnar þar.“Ótti þar sem enginn ótti þarf að vera En, nú er gríðarlegur órói varðandi flugvöll í Vatnsmýrinni, sem gýs alltaf upp aftur og aftur, hver er staðan á því núna? „Málið er í prýðilegu ferli. Það er verið að skoða alla fleti í nefnd sem Ragna Árnadóttir veitir forystu. Ég held að það skipti máli að nefndin fái tíma og frið til að ljúka sinni vinnu. Það sem verið er að gera tortryggilegt eru smávægilegar breytingar á deiliskipulagi við Hlíðarenda. Þar sem gert hefur verið ráð fyrir byggð frá 2002 og það sem merkilegt er í þessu er að þar er ekki verið að hækka hús eða auka byggingamagn heldur fyrst og fremst verið að leyfa það að það verði í þessum húskroppum minni íbúðir en áður var gert ráð fyrir. Þá bara í takti við eftirspurn, sérstaklega ungs fólks, eftir húsnæði.“Finnst þér eins og menn séu markvisst að efna til ófriðar um þessi skipulagsmál, þá í tengslum við flugvöllinn?„Neee, ég skynja nú bara ákveðnar áhyggjur af málinu. Það er mörgu haldið fram og mikið deilt um staðreyndir. Til að mæta þeim áhyggjum skiptir miklu máli að réttar upplýsingar séu á borðinu og ekki sé verið að búa til óþarfa ótta þar sem enginn ótti þarf að vera. Þess vegna hefði mér fundist gott að geta hitt nefndina og farið yfir málið í dag, en við finnum örugglega einhvern annan tíma fyrir það.“
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira