Lífið

Fólkið á Airwaves: Ekki orðinn nógu fullur fyrir hösslið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Félagarnir Kevin og Ben frá Seattle.
Félagarnir Kevin og Ben frá Seattle. Vísir/Andri Marinó
Kevin Velasco frá Seattle er í heimsókn hjá Ben Crowe sem er í meistaranámi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Félagarnir eru skólabræður frá Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna og voru í banastuði þegar blaðamaður hitti á þá á ellefta tímanum í Hörpu í gærkvöldi.

Þeir félagar höfðu verið á ferðinni og séð þó nokkrar hljómsveitir strax fyrsta kvöldið. „Við vitum samt aldrei nöfnin á hljómsveitunum,“ segir Kevin og hlær. Við nánari eftirgrennslan höfðu þeir félagar séð Prins Póló og Kött Grá Pje.

„Það var besta bandið. Mjög athyglisvert band,“ segir Kevin og Ben samþykkir.

Kevin hefur verið á ferðalagi undanfarnar þrjár vikur og hafði ekki heyrt um tónlistarhátíðina. Ben flutti til landsins í haust og segist hafa keypt sér miða á Airwaves  í sumar um leið og ljóst var að hann væri á leið til náms á Íslandi.

Þeir félagar ætluðu á tónleika FM Belfast í gærkvöldi en eru einnig með augun opin fyrir sætum og skemmtilegum tónleikagestum af hinu kyninu.

„Ég er samt ekki orðinn nógu fullur,“ segir Kevin hlæjandi og Ben bætir við: „Við höldum öllu opnu.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×