Taktu umdeilda íslenskuprófið: Prófessor gefur lítið fyrir svör deildarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 13:55 Eiríkur Rögnvaldsson er gagnrýninn á samræmda prófið í íslensku. Vísir/Valli Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, stendur fast á gagnrýni sinni á samræmdu prófi í íslensku sem nemendur í 10. bekk þreyttu í haust. Spurningar hafi verið illa orðaðar og sumt beinlínis rangt. Eiríkur vakti máls á þessu á Fésbókarsíðu sinni í gær. Þar benti hann á að í prófinu þyrftu nemendur að eiga við hinar „klassísku gildruspurningar“ um hvaða föllum sagnirnar að langa og að hlakka stýri. Auk þeirra hafi fjöldi spurninga verið vægast sagt villandi og aðrar beinlínis rangar. Máli sínu til staðfestingar nefnir Eiríkur spurninguna um hvert eftirtalinna fjögurra orða sé aðeins til í fleirtölu: andstæður, áhyggjur, ákærur og þrætur. Rétta svarið er áhyggjur, sem sé vissulega langoftast til í fleirtölu en einnig í eintölu eins og auðvelt sé að staðfesta með hjálp orðabókar. Þá er hann ósáttur við spurninguna í hvaða falli stofn nafnorða finnist. Vissulega finnist stofn sterkra karlkynsorða í þolfalli eintölu en því fari fjarri að það sé algilt.Sigurgrímur Skúlason.Vísir/HariSigurgrímur Skúlason, deildarstjóri innlendra prófa hjá Námsmatsstofnun, segir í hádegisfréttum RÚV að óheppilegt sé að spurt hafi verið um orð sem til er bæði í eintölu og fleirtölu á samræmdu prófi í íslensku en það hafi ekki þvælst fyrir nemendum 10 bekkjar. Hins vegar hafi svör nemenda við fyrrgreindum spurningum komið vel út. Stundum hafi spurningum verið sleppt við yfirferð en í ár hafi ekki þótt ástæða til þess. Eiríkur gefur lítið fyrir þessi svör. Forsendur spurninga verði að vera réttar. „Það kom greinilega fram í máli talsmanns Námsmatsstofnunar að það skiptir í raun engu máli um hvað er spurt - aðalatriðið er að nemendur raðist rétt á normalkúrfuna.“ Sigurgrímur segir að með prófinu sé ætlað að reyna á máltilfinningu og hvort emendur átti sig á tungumálinu frekar en tæknileg atriði svo sem beygingar og reglur. „Mér finnst nú meðfylgjandi spurningar einmitt vera um tæknileg atriði en ekki koma máltilfinningu nokkurn skapaðan hlut við. En svo geta menn líka skoðað prófið í heild,“ segir Eiríkur. Töluverð umræða hefur verið um samræmdu prófin undanfarnar vikur. Kennarar á Norðurlandi vestra ályktuðu nýlega að enskuprófið hefði verið of þungt. Lesendur Vísis geta kynnt sér prófið í íslensku hér að neðan. Þá má skoða prófið í ensku í viðeigandi frétt fyrir neðan þessa frétt.Blaðsíður 2 og 3.Blaðsíða 4 og 5.Blaðsíður 6 og 7.Blaðsíður 8 og 9.Blaðsíður 10 og 11.Blaðsíður 12 og 13.Blaðsíður 14 og 15. Tengdar fréttir Taktu umdeilda enskuprófið Kennararnir segja það hvorki hafa verið í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, né standist það grunnskólalög. 28. október 2014 15:09 Telja prófið of þungt: „Er markmiðið að brjóta niður sjálfstraust nemenda?“ Tungumálakennarar á Norðurlandi vestra gera alvarlegar athugasemdir við samræmda könnunarprófið í ensku haustið 2014. 28. október 2014 13:06 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, stendur fast á gagnrýni sinni á samræmdu prófi í íslensku sem nemendur í 10. bekk þreyttu í haust. Spurningar hafi verið illa orðaðar og sumt beinlínis rangt. Eiríkur vakti máls á þessu á Fésbókarsíðu sinni í gær. Þar benti hann á að í prófinu þyrftu nemendur að eiga við hinar „klassísku gildruspurningar“ um hvaða föllum sagnirnar að langa og að hlakka stýri. Auk þeirra hafi fjöldi spurninga verið vægast sagt villandi og aðrar beinlínis rangar. Máli sínu til staðfestingar nefnir Eiríkur spurninguna um hvert eftirtalinna fjögurra orða sé aðeins til í fleirtölu: andstæður, áhyggjur, ákærur og þrætur. Rétta svarið er áhyggjur, sem sé vissulega langoftast til í fleirtölu en einnig í eintölu eins og auðvelt sé að staðfesta með hjálp orðabókar. Þá er hann ósáttur við spurninguna í hvaða falli stofn nafnorða finnist. Vissulega finnist stofn sterkra karlkynsorða í þolfalli eintölu en því fari fjarri að það sé algilt.Sigurgrímur Skúlason.Vísir/HariSigurgrímur Skúlason, deildarstjóri innlendra prófa hjá Námsmatsstofnun, segir í hádegisfréttum RÚV að óheppilegt sé að spurt hafi verið um orð sem til er bæði í eintölu og fleirtölu á samræmdu prófi í íslensku en það hafi ekki þvælst fyrir nemendum 10 bekkjar. Hins vegar hafi svör nemenda við fyrrgreindum spurningum komið vel út. Stundum hafi spurningum verið sleppt við yfirferð en í ár hafi ekki þótt ástæða til þess. Eiríkur gefur lítið fyrir þessi svör. Forsendur spurninga verði að vera réttar. „Það kom greinilega fram í máli talsmanns Námsmatsstofnunar að það skiptir í raun engu máli um hvað er spurt - aðalatriðið er að nemendur raðist rétt á normalkúrfuna.“ Sigurgrímur segir að með prófinu sé ætlað að reyna á máltilfinningu og hvort emendur átti sig á tungumálinu frekar en tæknileg atriði svo sem beygingar og reglur. „Mér finnst nú meðfylgjandi spurningar einmitt vera um tæknileg atriði en ekki koma máltilfinningu nokkurn skapaðan hlut við. En svo geta menn líka skoðað prófið í heild,“ segir Eiríkur. Töluverð umræða hefur verið um samræmdu prófin undanfarnar vikur. Kennarar á Norðurlandi vestra ályktuðu nýlega að enskuprófið hefði verið of þungt. Lesendur Vísis geta kynnt sér prófið í íslensku hér að neðan. Þá má skoða prófið í ensku í viðeigandi frétt fyrir neðan þessa frétt.Blaðsíður 2 og 3.Blaðsíða 4 og 5.Blaðsíður 6 og 7.Blaðsíður 8 og 9.Blaðsíður 10 og 11.Blaðsíður 12 og 13.Blaðsíður 14 og 15.
Tengdar fréttir Taktu umdeilda enskuprófið Kennararnir segja það hvorki hafa verið í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, né standist það grunnskólalög. 28. október 2014 15:09 Telja prófið of þungt: „Er markmiðið að brjóta niður sjálfstraust nemenda?“ Tungumálakennarar á Norðurlandi vestra gera alvarlegar athugasemdir við samræmda könnunarprófið í ensku haustið 2014. 28. október 2014 13:06 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Taktu umdeilda enskuprófið Kennararnir segja það hvorki hafa verið í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, né standist það grunnskólalög. 28. október 2014 15:09
Telja prófið of þungt: „Er markmiðið að brjóta niður sjálfstraust nemenda?“ Tungumálakennarar á Norðurlandi vestra gera alvarlegar athugasemdir við samræmda könnunarprófið í ensku haustið 2014. 28. október 2014 13:06