„Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni er á fallandi fæti“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. nóvember 2014 14:23 Elliði Vignisson bæjarstjóri og Sigurður Hjörtur Kristjánsson yfirlæknir eru ósáttir með stöðu mála í tækjabúnaði í Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Vestmannaeyingar eru ósáttir við skort á stuðningi frá ríkisvaldinu við að reka heilbrigðisþjónustuna þar. Sneiðmyndatækið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur verið bilað í um ár og þykja bæjarastjóranum Elliða Vignissyni og Sigurði Hirti Kristjánssyni yfirlækni nóg komið. „Heilbrigðis þjónusta á landsbyggðinni er á fallandi fæti,“ segir Elliði í samtali við Vísi og bætir við: „Það er ekki til of mikils mælst að við í Eyjum höfum sneiðmyndatæki til umráða.“ Sigurður Hjörtur segir sneiðmyndatækið hafa verið mikið notað áður en það var metið ónothæft. Hann bendir á að vegna þess að ekkert sneiðmyndatæki sé í Eyjum þurfi sjúklingar að ferðast, annað hvort til Reykjavíkur eða á Selfoss. Slíkt hafi óþægindi í för með sér, auk þess sem það kosti ríkið því það borgi í sumum tilfellum allan ferðakostnað og í öðrum tilfellum hluta af kostnaði við ferðalög.Sigurður Hjörtur er hér að taka við ómtæki að gjöf frá Bjarna Sighvatssyni og öðrum einstaklingum og fyrirtækjum í Eyjum. Myndin er fengin frá Eyjafréttum.Mynd/Eyjafréttir/Óskar Pétur FriðrikssonSjálfsagt mál í nútímanum„Mér finnst í nútímanum að tölvusneiðmyndatæki eigi að vera sjálfsagt mál og mér finnst að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að útvega slíkt tæki,“ segir Sigurður Hjörtur og bætir við: „Ríkið telur sig ekki hafa efni á að kaupa svona tæki og hefur stólað svolítið á líknarfélögin til að sjá um kaupin.“ Elliði bæjarstjóri tekur undir þessa fullyrðingu yfirlæknisins. „Megnið af tækjunum í Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja eru greidd af íbúum, fyrirtækjum og félagasamtökum í Vestmannaeyjum.“ Sigurður Hjörtur segir að ferðakostnaður, sem er að hluta til á ábyrgð ríkisins aukist, vegna þess að ekki sé til sneiðmyndatæki. „Maður getur greint mikið með sneiðmyndatæki og útilokað margt. Segjum til dæmis að einhver komi til okkar í slæmu veðri með mikinn verk í kviðnum. Ef ekkert sneiðmyndatæki er til staðar er ekki hægt að útiloka að um sprungna görn er að ræða, svo dæmi sé tekið. Þá þarf að taka ákvörðum um hvort kalla eigi út sjúkraflugvél eða þyrlu út til að flytja sjúklinginn í slæmu veðri. Þetta er auðvitað marghliða, en við lítum á sneiðmyndatæki sem öryggistæki.Óvissa um framtíðarskipan málaÞrír læknar hafa að undanförnu hætt störfum við heilbrigðisstofnunina. „Það er auðvitað ekki beinlínis útaf því að þetta tæki er til staðar. Það er bara þessi heildarstaða á landsvísu sem ræður því. Það sem hefur verið hér er langvarandi óvissa um framtíðarskipan mála. Mikið hefur verið rætt um sameiningu sjúkrastofnana á Suðurlandi. En það er ekki komin nein loka niðurstaða hvernig formi þjónustan hér í Eyjum eigi að vera í. Hér ríkir óvissa um hvernig þjónusta eigi að vera, hvernig vöktum eigi að halda úti,“ segir Sigurður Hjörtur og heldur áfram: „Hér var skurðstofuvakt þangað til í fyrra. En eftir að fjárveitingar voru skornar niður var ekki til peningur til að reka skurðstofu hérna. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1907 síðan engin skurðstofuvakt er í Vestmannaeyjum.“ Elliði segir það fráleita hugmynd að ætla að færa megnið af þjónustunni í Eyjum á Selfoss. „Það er algjörlega galið. Bara núna undanfarinn sólarhring hafa samgöngur legið niðri. Þannig að ef einhver hefði brotið á sér höndina klukkan þrjú í gær og hefði þurft að fara á Selfoss til að láta taka mynd og gipsa væri hann ennþá að bíða eftir að komast heim. Með sömu rökum væri hægt að færa heilbrigðisþjónustu frá Reykjavík til Kína.Elliði Vignisson bendir á að flest tæki sem notuð eru í Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja séu fengin að gjöf.Sneiðmyndatæki mikilvægUndanfarna daga hefur Vísir fjallað um söfnun fyrir sneiðmyndatæki sem Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands standa fyrir. Í lok síðasta mánaðar var sneiðmyndatækið þar tekið úr notkun eftir bilun. Fram kom á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að tækið hafi verið notað 1700 sinnum síðasta árið. Sigurður Hjörtur segir að sneiðmyndatækið í Vestmannaeyjum hafi einnig verið mikið notað. Hann segir að tækið sé nauðsynlegt til þess að greina sjúklinga og með tækinu væri hægt að spara ríkinu mikinn ferðakostnað, fyrir utan að vera sjálfsagt öryggistæki fyrir íbúa í Vestmannaeyjum. „Fróðir menn hafa reiknað út að svona tæki borgi sig upp á nokkrum árum. Það er erfitt að segja nákvæmlega á hversu löngum tíma það borgi sig upp, því maður veit ekki með vissu hver notkunin verður fyrirfram. En maður hefur heyrt allt frá sex til átta ára.“ Hann segir einnig að þeir sem þurfi að nota sneiðmyndatækið séu oft ekki ferðafærir. „Til dæmis ef eldra fólk þarf að nota tækið. Það getur verið heljarinnar fyrirtæki að ferðast með það til Reykjavíkur í rannsóknir. Ofan á það hefur sumt fólk einfaldlega ekki viljað fara þangað. Þetta geta verið mikil óþægindi fyrir fólk á veturna, að þurfa kannski að sigla með Herjólfi til Þórlákshafnar og þaðan keyra til Reykjavíkur til þess að fara í rannsóknir.“ Í mars sagði Vísir frá því að Vestmannaeyingar þurftu að fá lánað röntgentæki frá dýralækni, eftir að tækið á Heilbrgiðisstofnun Vestmannaeyja bilaði. Rætt var við þáverandi framkvæmdastjóra heilbrigðisstofnunarinnar og hann sagði meðal annars þetta:„Hér er allt að hrynja og enginn peningur til að kaupa nýtt. Við þurfum að fá tæki lánað frá dýralækni til bráðabirgða. Við vonumst svo til að fá nýtt röntgentæki eftir mánaðarmót, þegar Orkuhúsið endurnýjar tæki hjá sér. Það tæki dugar okkur vonandi í tvö til þrjú ár.“ Tengdar fréttir Eyjamenn þurfa að fá lánað röntgentæki frá dýralækni Röntgentækið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er bilað Viðgerðarmaður frá Reykjavík komst varla til Eyja vegna ástands í samgöngumálum. "Allt að hrynja og enginn peningur til," segir framkvæmdastjórinn. 19. mars 2014 19:32 Ónýtt sneiðmyndatæki tekið úr notkun Síðastliðinn föstudag var tölvusneiðmyndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi tekið úr notkun. 3. nóvember 2014 23:03 Þurfa að safna fyrir sneiðmyndatæki í annað sinn „En þetta mál vekur upp ýmsar siðferðislegar spurningar. Tækið sem hrundi núna var gjöf frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum á svæðinu. Maður spyr sig hvort að sá sem rekur stofnunina – ríkisvaldið – eigi ekki að sjá um viðhald og endurnýjun á tækjum sem eru gefin að gjöf?“ 4. nóvember 2014 12:03 Að þurfa að safna fyrir sjálfsögðum hlut Fólk á Vesturlandi þarf nú að safna aftur fyrir sneiðmyndatæki, eftir að það gamla bilaði. Gamla tækið var keypt árið 2006 og söfnuðu einstaklingar, fyrirtæki og frjáls félagasamtök fyrir því, eins og sagt var frá á Vísi í vikunni. 6. nóvember 2014 07:00 Ríkið borgar hluta af sneiðmyndatæki Vesturlendinga „Hollvinasamtökin eru komin vel áleiðis með að fjármagna kaup á nýju sneiðmyndatæki, en herslumuninn vantar þó enn til að allt gangi upp." 5. nóvember 2014 17:50 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Vestmannaeyingar eru ósáttir við skort á stuðningi frá ríkisvaldinu við að reka heilbrigðisþjónustuna þar. Sneiðmyndatækið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hefur verið bilað í um ár og þykja bæjarastjóranum Elliða Vignissyni og Sigurði Hirti Kristjánssyni yfirlækni nóg komið. „Heilbrigðis þjónusta á landsbyggðinni er á fallandi fæti,“ segir Elliði í samtali við Vísi og bætir við: „Það er ekki til of mikils mælst að við í Eyjum höfum sneiðmyndatæki til umráða.“ Sigurður Hjörtur segir sneiðmyndatækið hafa verið mikið notað áður en það var metið ónothæft. Hann bendir á að vegna þess að ekkert sneiðmyndatæki sé í Eyjum þurfi sjúklingar að ferðast, annað hvort til Reykjavíkur eða á Selfoss. Slíkt hafi óþægindi í för með sér, auk þess sem það kosti ríkið því það borgi í sumum tilfellum allan ferðakostnað og í öðrum tilfellum hluta af kostnaði við ferðalög.Sigurður Hjörtur er hér að taka við ómtæki að gjöf frá Bjarna Sighvatssyni og öðrum einstaklingum og fyrirtækjum í Eyjum. Myndin er fengin frá Eyjafréttum.Mynd/Eyjafréttir/Óskar Pétur FriðrikssonSjálfsagt mál í nútímanum„Mér finnst í nútímanum að tölvusneiðmyndatæki eigi að vera sjálfsagt mál og mér finnst að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að útvega slíkt tæki,“ segir Sigurður Hjörtur og bætir við: „Ríkið telur sig ekki hafa efni á að kaupa svona tæki og hefur stólað svolítið á líknarfélögin til að sjá um kaupin.“ Elliði bæjarstjóri tekur undir þessa fullyrðingu yfirlæknisins. „Megnið af tækjunum í Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja eru greidd af íbúum, fyrirtækjum og félagasamtökum í Vestmannaeyjum.“ Sigurður Hjörtur segir að ferðakostnaður, sem er að hluta til á ábyrgð ríkisins aukist, vegna þess að ekki sé til sneiðmyndatæki. „Maður getur greint mikið með sneiðmyndatæki og útilokað margt. Segjum til dæmis að einhver komi til okkar í slæmu veðri með mikinn verk í kviðnum. Ef ekkert sneiðmyndatæki er til staðar er ekki hægt að útiloka að um sprungna görn er að ræða, svo dæmi sé tekið. Þá þarf að taka ákvörðum um hvort kalla eigi út sjúkraflugvél eða þyrlu út til að flytja sjúklinginn í slæmu veðri. Þetta er auðvitað marghliða, en við lítum á sneiðmyndatæki sem öryggistæki.Óvissa um framtíðarskipan málaÞrír læknar hafa að undanförnu hætt störfum við heilbrigðisstofnunina. „Það er auðvitað ekki beinlínis útaf því að þetta tæki er til staðar. Það er bara þessi heildarstaða á landsvísu sem ræður því. Það sem hefur verið hér er langvarandi óvissa um framtíðarskipan mála. Mikið hefur verið rætt um sameiningu sjúkrastofnana á Suðurlandi. En það er ekki komin nein loka niðurstaða hvernig formi þjónustan hér í Eyjum eigi að vera í. Hér ríkir óvissa um hvernig þjónusta eigi að vera, hvernig vöktum eigi að halda úti,“ segir Sigurður Hjörtur og heldur áfram: „Hér var skurðstofuvakt þangað til í fyrra. En eftir að fjárveitingar voru skornar niður var ekki til peningur til að reka skurðstofu hérna. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1907 síðan engin skurðstofuvakt er í Vestmannaeyjum.“ Elliði segir það fráleita hugmynd að ætla að færa megnið af þjónustunni í Eyjum á Selfoss. „Það er algjörlega galið. Bara núna undanfarinn sólarhring hafa samgöngur legið niðri. Þannig að ef einhver hefði brotið á sér höndina klukkan þrjú í gær og hefði þurft að fara á Selfoss til að láta taka mynd og gipsa væri hann ennþá að bíða eftir að komast heim. Með sömu rökum væri hægt að færa heilbrigðisþjónustu frá Reykjavík til Kína.Elliði Vignisson bendir á að flest tæki sem notuð eru í Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja séu fengin að gjöf.Sneiðmyndatæki mikilvægUndanfarna daga hefur Vísir fjallað um söfnun fyrir sneiðmyndatæki sem Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands standa fyrir. Í lok síðasta mánaðar var sneiðmyndatækið þar tekið úr notkun eftir bilun. Fram kom á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að tækið hafi verið notað 1700 sinnum síðasta árið. Sigurður Hjörtur segir að sneiðmyndatækið í Vestmannaeyjum hafi einnig verið mikið notað. Hann segir að tækið sé nauðsynlegt til þess að greina sjúklinga og með tækinu væri hægt að spara ríkinu mikinn ferðakostnað, fyrir utan að vera sjálfsagt öryggistæki fyrir íbúa í Vestmannaeyjum. „Fróðir menn hafa reiknað út að svona tæki borgi sig upp á nokkrum árum. Það er erfitt að segja nákvæmlega á hversu löngum tíma það borgi sig upp, því maður veit ekki með vissu hver notkunin verður fyrirfram. En maður hefur heyrt allt frá sex til átta ára.“ Hann segir einnig að þeir sem þurfi að nota sneiðmyndatækið séu oft ekki ferðafærir. „Til dæmis ef eldra fólk þarf að nota tækið. Það getur verið heljarinnar fyrirtæki að ferðast með það til Reykjavíkur í rannsóknir. Ofan á það hefur sumt fólk einfaldlega ekki viljað fara þangað. Þetta geta verið mikil óþægindi fyrir fólk á veturna, að þurfa kannski að sigla með Herjólfi til Þórlákshafnar og þaðan keyra til Reykjavíkur til þess að fara í rannsóknir.“ Í mars sagði Vísir frá því að Vestmannaeyingar þurftu að fá lánað röntgentæki frá dýralækni, eftir að tækið á Heilbrgiðisstofnun Vestmannaeyja bilaði. Rætt var við þáverandi framkvæmdastjóra heilbrigðisstofnunarinnar og hann sagði meðal annars þetta:„Hér er allt að hrynja og enginn peningur til að kaupa nýtt. Við þurfum að fá tæki lánað frá dýralækni til bráðabirgða. Við vonumst svo til að fá nýtt röntgentæki eftir mánaðarmót, þegar Orkuhúsið endurnýjar tæki hjá sér. Það tæki dugar okkur vonandi í tvö til þrjú ár.“
Tengdar fréttir Eyjamenn þurfa að fá lánað röntgentæki frá dýralækni Röntgentækið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er bilað Viðgerðarmaður frá Reykjavík komst varla til Eyja vegna ástands í samgöngumálum. "Allt að hrynja og enginn peningur til," segir framkvæmdastjórinn. 19. mars 2014 19:32 Ónýtt sneiðmyndatæki tekið úr notkun Síðastliðinn föstudag var tölvusneiðmyndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi tekið úr notkun. 3. nóvember 2014 23:03 Þurfa að safna fyrir sneiðmyndatæki í annað sinn „En þetta mál vekur upp ýmsar siðferðislegar spurningar. Tækið sem hrundi núna var gjöf frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum á svæðinu. Maður spyr sig hvort að sá sem rekur stofnunina – ríkisvaldið – eigi ekki að sjá um viðhald og endurnýjun á tækjum sem eru gefin að gjöf?“ 4. nóvember 2014 12:03 Að þurfa að safna fyrir sjálfsögðum hlut Fólk á Vesturlandi þarf nú að safna aftur fyrir sneiðmyndatæki, eftir að það gamla bilaði. Gamla tækið var keypt árið 2006 og söfnuðu einstaklingar, fyrirtæki og frjáls félagasamtök fyrir því, eins og sagt var frá á Vísi í vikunni. 6. nóvember 2014 07:00 Ríkið borgar hluta af sneiðmyndatæki Vesturlendinga „Hollvinasamtökin eru komin vel áleiðis með að fjármagna kaup á nýju sneiðmyndatæki, en herslumuninn vantar þó enn til að allt gangi upp." 5. nóvember 2014 17:50 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Eyjamenn þurfa að fá lánað röntgentæki frá dýralækni Röntgentækið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er bilað Viðgerðarmaður frá Reykjavík komst varla til Eyja vegna ástands í samgöngumálum. "Allt að hrynja og enginn peningur til," segir framkvæmdastjórinn. 19. mars 2014 19:32
Ónýtt sneiðmyndatæki tekið úr notkun Síðastliðinn föstudag var tölvusneiðmyndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi tekið úr notkun. 3. nóvember 2014 23:03
Þurfa að safna fyrir sneiðmyndatæki í annað sinn „En þetta mál vekur upp ýmsar siðferðislegar spurningar. Tækið sem hrundi núna var gjöf frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum á svæðinu. Maður spyr sig hvort að sá sem rekur stofnunina – ríkisvaldið – eigi ekki að sjá um viðhald og endurnýjun á tækjum sem eru gefin að gjöf?“ 4. nóvember 2014 12:03
Að þurfa að safna fyrir sjálfsögðum hlut Fólk á Vesturlandi þarf nú að safna aftur fyrir sneiðmyndatæki, eftir að það gamla bilaði. Gamla tækið var keypt árið 2006 og söfnuðu einstaklingar, fyrirtæki og frjáls félagasamtök fyrir því, eins og sagt var frá á Vísi í vikunni. 6. nóvember 2014 07:00
Ríkið borgar hluta af sneiðmyndatæki Vesturlendinga „Hollvinasamtökin eru komin vel áleiðis með að fjármagna kaup á nýju sneiðmyndatæki, en herslumuninn vantar þó enn til að allt gangi upp." 5. nóvember 2014 17:50