Innlent

Þrjú fíkniefnamál á Akureyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
Þrjú fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni á Akureyri í gærkvöldi. Fyrst var karlmaður á fertugsaldri handtekinn með tuttugu grömm af sterku amfetamíni í fórum sínum.

Í framhaldinu var gerð húsleit á heimili hans þar sem fundust um fimmtán grömm af kannabisefnum til viðbótar.

Síðar um kvöldið var rúmlega tvítugur maður handtekinn með um 400 grömm af maríjúana í fórum sínum og stærsti hluti þess í sölupakkningum.

Viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja þessi efni á Akureyri um helgina. Í tengslum við það mál var svo þriðji aðilinn handtekinn og hald lagt á nokkur grömm af maríjúana til viðbótar. Málin teljast upplýst og var mönnum sleppt að loknum yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×