Erlent

Lynch nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Loretta Lynch hefur lengi starfað sem saksóknari í New York.
Loretta Lynch hefur lengi starfað sem saksóknari í New York. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Lorettu Lynch sem næsta dómsmálasráðherra landsins. Obama lýsti í dag Lynch sem „sterkri, sanngjarnri og sjálfstæðri“, en hún hefur lengi starfað sem saksóknari í New York.

Obama sagði það erfitt að finna nokkurn sem væri hæfari til að gegna starfinu en Lynch. Forsetinn sagðist vona að öldungadeild þingsins myndi staðfesta Lynch sem allra fyrst.

Í frétt CNN kemur fram að Lynch hafi heitið því að „vakna á hverjum morgni með það í huga að vernda bandarísku þjóðina.“

Eric Holder tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist láta af embætti dómsmálaráðherra landsins, en hann hafði gegnt því frá árinu 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×