Systur segja staðalímyndum stríð á hendur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2014 21:10 mynd/Muna nurdbo Íslensku systurnar Dóra og Björg Þórhallsdætur sem búsettar eru í Noregi hafa sagt dömulegum gildum og staðalímyndum stríð á hendur. Norska tímaritið Kamilla fékk þær systur ásamt fleiri þekktum konum í Noregi til þess að stilla sér upp í nærfötum eða jafnvel í fæðingargallanum einum fata til þess að vekja athygli á þeim raunveruleika sem blasir við ungum konum í dag – þ.e myndir af leggjalöngum glæsikvendum sem búið er að eiga við í myndvinnsluforritum. „Hinir fullkomnu líkamar“ eins og það oft kallast.Vill alvöru líkama í auglýsingar Dóra lagði því upp í herferð sem vakið hefur mikla athygli í Noregi. Skorar hún á alla – Norðmenn og Íslendinga – að versla hvorki snyrtivörur né fatnað næsta laugardag. „Síðasta föstudag stofnaði ég síðu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Hún heitir Ektekropp, eða alvöru líkami, og núna strax eru 14 þúsund „læk“. Ég vil sjá auglýsingar af alvöru líkömum og ég myndi lesa auglýsingar ef undir stæði „þessi líkami er til,“ segir Dóra í samtali við Vísi.Hafa áhyggjur af dætrum sínum „Það hafa ofboðslega margar mæður skrifað til mín sem hafa áhyggjur af dætrum sínum og hvernig þjóðfélagi þær eru að alast upp í. Allar þessar barbídúkkur og staðalímyndir. Það lítur enginn svona út. Stelpur eru að skammast sín fyrir líkama sinn og hver einasta stelpa sem ég þekki er óánægð með líkama sinn. Þess vegna í stað þess að tala um þetta þá eigum við að gera eitthvað.“ Ekkert mál að fækka fötum Hún þurfti því ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún var beðin um að afklæðast. Systir hennar var þó á öðru máli. „Systir mín hugsaði: „Ég verð að gera þetta fyrir ungar stelpur“. En mér finnst þetta ekkert merkilegt. Það er ekkert að líkamanum mínum. Hann er venjulegur og svona lítur líkami út. Ég er 41 árs, búin að eiga tvö börn.“En hvaðan kom hugmyndin? „Það er saga bakvið það. Ég hugsaði í fyrra: Ég á fyrirtæki, fjölskylduráðgjöf, á tvö börn og heimili – fráskilin og fertug. Áður en ég stofnaði fyrirtækið mitt fyrir tíu árum var ég grínisti og ég ákvað að fara aftur í það. Ég skrifaði því upp „show“ og nýtti gömul sambönd. Núna er ég búin að halda 53 sýningar á 15 stöðum í Noregi og það hefur selst upp á þær allar. Ég er því nokkuð þekkt í Noregi og systir mín líka, sem listakona, og þá finnst mér um að gera að nýta líkamann og það sem við höfum til þess að bæta samfélagið,“ segir Dóra en hún vinnur sem fjölskylduráðgjafi á daginn og grínisti á kvöldin.Vinsælar í Noregi Þær systur hafa vakið ótrúleg viðbrögð í Noregi og hafa flestir fjölmiðlar landsins haft samband við þær. Það er það sem Dóru finnst hvað mest sláandi, að nú, árið 2014, sé fólk enn að eltast við þessa fullkomnu líkama sem ekki eru til. „Það er nú bara ótrúlegt hvað við erum komin stutt. Það er árið 2014 og þessar myndir eru orðnar eins konar „media senstation“. Við virðumst alltaf vera að miða okkur við þennan fullkomna líkama. Hins vegar, ef ég á að miða Ísland við Noreg, þá er það þannig að stúlkur sjá „venjulega“ líkama í sundi, því það er bara þannig á Íslandi að það fara allir í sund. Það er hins vegar ekki svoleiðis í Noregi og þess vegna fá stúlkur sjaldnar tækifæri til þess að sjá þessa hefðbundnu, venjulegu líkama,“ segir Dóra að lokum. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Íslensku systurnar Dóra og Björg Þórhallsdætur sem búsettar eru í Noregi hafa sagt dömulegum gildum og staðalímyndum stríð á hendur. Norska tímaritið Kamilla fékk þær systur ásamt fleiri þekktum konum í Noregi til þess að stilla sér upp í nærfötum eða jafnvel í fæðingargallanum einum fata til þess að vekja athygli á þeim raunveruleika sem blasir við ungum konum í dag – þ.e myndir af leggjalöngum glæsikvendum sem búið er að eiga við í myndvinnsluforritum. „Hinir fullkomnu líkamar“ eins og það oft kallast.Vill alvöru líkama í auglýsingar Dóra lagði því upp í herferð sem vakið hefur mikla athygli í Noregi. Skorar hún á alla – Norðmenn og Íslendinga – að versla hvorki snyrtivörur né fatnað næsta laugardag. „Síðasta föstudag stofnaði ég síðu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Hún heitir Ektekropp, eða alvöru líkami, og núna strax eru 14 þúsund „læk“. Ég vil sjá auglýsingar af alvöru líkömum og ég myndi lesa auglýsingar ef undir stæði „þessi líkami er til,“ segir Dóra í samtali við Vísi.Hafa áhyggjur af dætrum sínum „Það hafa ofboðslega margar mæður skrifað til mín sem hafa áhyggjur af dætrum sínum og hvernig þjóðfélagi þær eru að alast upp í. Allar þessar barbídúkkur og staðalímyndir. Það lítur enginn svona út. Stelpur eru að skammast sín fyrir líkama sinn og hver einasta stelpa sem ég þekki er óánægð með líkama sinn. Þess vegna í stað þess að tala um þetta þá eigum við að gera eitthvað.“ Ekkert mál að fækka fötum Hún þurfti því ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún var beðin um að afklæðast. Systir hennar var þó á öðru máli. „Systir mín hugsaði: „Ég verð að gera þetta fyrir ungar stelpur“. En mér finnst þetta ekkert merkilegt. Það er ekkert að líkamanum mínum. Hann er venjulegur og svona lítur líkami út. Ég er 41 árs, búin að eiga tvö börn.“En hvaðan kom hugmyndin? „Það er saga bakvið það. Ég hugsaði í fyrra: Ég á fyrirtæki, fjölskylduráðgjöf, á tvö börn og heimili – fráskilin og fertug. Áður en ég stofnaði fyrirtækið mitt fyrir tíu árum var ég grínisti og ég ákvað að fara aftur í það. Ég skrifaði því upp „show“ og nýtti gömul sambönd. Núna er ég búin að halda 53 sýningar á 15 stöðum í Noregi og það hefur selst upp á þær allar. Ég er því nokkuð þekkt í Noregi og systir mín líka, sem listakona, og þá finnst mér um að gera að nýta líkamann og það sem við höfum til þess að bæta samfélagið,“ segir Dóra en hún vinnur sem fjölskylduráðgjafi á daginn og grínisti á kvöldin.Vinsælar í Noregi Þær systur hafa vakið ótrúleg viðbrögð í Noregi og hafa flestir fjölmiðlar landsins haft samband við þær. Það er það sem Dóru finnst hvað mest sláandi, að nú, árið 2014, sé fólk enn að eltast við þessa fullkomnu líkama sem ekki eru til. „Það er nú bara ótrúlegt hvað við erum komin stutt. Það er árið 2014 og þessar myndir eru orðnar eins konar „media senstation“. Við virðumst alltaf vera að miða okkur við þennan fullkomna líkama. Hins vegar, ef ég á að miða Ísland við Noreg, þá er það þannig að stúlkur sjá „venjulega“ líkama í sundi, því það er bara þannig á Íslandi að það fara allir í sund. Það er hins vegar ekki svoleiðis í Noregi og þess vegna fá stúlkur sjaldnar tækifæri til þess að sjá þessa hefðbundnu, venjulegu líkama,“ segir Dóra að lokum.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira