Systur segja staðalímyndum stríð á hendur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. október 2014 21:10 mynd/Muna nurdbo Íslensku systurnar Dóra og Björg Þórhallsdætur sem búsettar eru í Noregi hafa sagt dömulegum gildum og staðalímyndum stríð á hendur. Norska tímaritið Kamilla fékk þær systur ásamt fleiri þekktum konum í Noregi til þess að stilla sér upp í nærfötum eða jafnvel í fæðingargallanum einum fata til þess að vekja athygli á þeim raunveruleika sem blasir við ungum konum í dag – þ.e myndir af leggjalöngum glæsikvendum sem búið er að eiga við í myndvinnsluforritum. „Hinir fullkomnu líkamar“ eins og það oft kallast.Vill alvöru líkama í auglýsingar Dóra lagði því upp í herferð sem vakið hefur mikla athygli í Noregi. Skorar hún á alla – Norðmenn og Íslendinga – að versla hvorki snyrtivörur né fatnað næsta laugardag. „Síðasta föstudag stofnaði ég síðu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Hún heitir Ektekropp, eða alvöru líkami, og núna strax eru 14 þúsund „læk“. Ég vil sjá auglýsingar af alvöru líkömum og ég myndi lesa auglýsingar ef undir stæði „þessi líkami er til,“ segir Dóra í samtali við Vísi.Hafa áhyggjur af dætrum sínum „Það hafa ofboðslega margar mæður skrifað til mín sem hafa áhyggjur af dætrum sínum og hvernig þjóðfélagi þær eru að alast upp í. Allar þessar barbídúkkur og staðalímyndir. Það lítur enginn svona út. Stelpur eru að skammast sín fyrir líkama sinn og hver einasta stelpa sem ég þekki er óánægð með líkama sinn. Þess vegna í stað þess að tala um þetta þá eigum við að gera eitthvað.“ Ekkert mál að fækka fötum Hún þurfti því ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún var beðin um að afklæðast. Systir hennar var þó á öðru máli. „Systir mín hugsaði: „Ég verð að gera þetta fyrir ungar stelpur“. En mér finnst þetta ekkert merkilegt. Það er ekkert að líkamanum mínum. Hann er venjulegur og svona lítur líkami út. Ég er 41 árs, búin að eiga tvö börn.“En hvaðan kom hugmyndin? „Það er saga bakvið það. Ég hugsaði í fyrra: Ég á fyrirtæki, fjölskylduráðgjöf, á tvö börn og heimili – fráskilin og fertug. Áður en ég stofnaði fyrirtækið mitt fyrir tíu árum var ég grínisti og ég ákvað að fara aftur í það. Ég skrifaði því upp „show“ og nýtti gömul sambönd. Núna er ég búin að halda 53 sýningar á 15 stöðum í Noregi og það hefur selst upp á þær allar. Ég er því nokkuð þekkt í Noregi og systir mín líka, sem listakona, og þá finnst mér um að gera að nýta líkamann og það sem við höfum til þess að bæta samfélagið,“ segir Dóra en hún vinnur sem fjölskylduráðgjafi á daginn og grínisti á kvöldin.Vinsælar í Noregi Þær systur hafa vakið ótrúleg viðbrögð í Noregi og hafa flestir fjölmiðlar landsins haft samband við þær. Það er það sem Dóru finnst hvað mest sláandi, að nú, árið 2014, sé fólk enn að eltast við þessa fullkomnu líkama sem ekki eru til. „Það er nú bara ótrúlegt hvað við erum komin stutt. Það er árið 2014 og þessar myndir eru orðnar eins konar „media senstation“. Við virðumst alltaf vera að miða okkur við þennan fullkomna líkama. Hins vegar, ef ég á að miða Ísland við Noreg, þá er það þannig að stúlkur sjá „venjulega“ líkama í sundi, því það er bara þannig á Íslandi að það fara allir í sund. Það er hins vegar ekki svoleiðis í Noregi og þess vegna fá stúlkur sjaldnar tækifæri til þess að sjá þessa hefðbundnu, venjulegu líkama,“ segir Dóra að lokum. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Íslensku systurnar Dóra og Björg Þórhallsdætur sem búsettar eru í Noregi hafa sagt dömulegum gildum og staðalímyndum stríð á hendur. Norska tímaritið Kamilla fékk þær systur ásamt fleiri þekktum konum í Noregi til þess að stilla sér upp í nærfötum eða jafnvel í fæðingargallanum einum fata til þess að vekja athygli á þeim raunveruleika sem blasir við ungum konum í dag – þ.e myndir af leggjalöngum glæsikvendum sem búið er að eiga við í myndvinnsluforritum. „Hinir fullkomnu líkamar“ eins og það oft kallast.Vill alvöru líkama í auglýsingar Dóra lagði því upp í herferð sem vakið hefur mikla athygli í Noregi. Skorar hún á alla – Norðmenn og Íslendinga – að versla hvorki snyrtivörur né fatnað næsta laugardag. „Síðasta föstudag stofnaði ég síðu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Hún heitir Ektekropp, eða alvöru líkami, og núna strax eru 14 þúsund „læk“. Ég vil sjá auglýsingar af alvöru líkömum og ég myndi lesa auglýsingar ef undir stæði „þessi líkami er til,“ segir Dóra í samtali við Vísi.Hafa áhyggjur af dætrum sínum „Það hafa ofboðslega margar mæður skrifað til mín sem hafa áhyggjur af dætrum sínum og hvernig þjóðfélagi þær eru að alast upp í. Allar þessar barbídúkkur og staðalímyndir. Það lítur enginn svona út. Stelpur eru að skammast sín fyrir líkama sinn og hver einasta stelpa sem ég þekki er óánægð með líkama sinn. Þess vegna í stað þess að tala um þetta þá eigum við að gera eitthvað.“ Ekkert mál að fækka fötum Hún þurfti því ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún var beðin um að afklæðast. Systir hennar var þó á öðru máli. „Systir mín hugsaði: „Ég verð að gera þetta fyrir ungar stelpur“. En mér finnst þetta ekkert merkilegt. Það er ekkert að líkamanum mínum. Hann er venjulegur og svona lítur líkami út. Ég er 41 árs, búin að eiga tvö börn.“En hvaðan kom hugmyndin? „Það er saga bakvið það. Ég hugsaði í fyrra: Ég á fyrirtæki, fjölskylduráðgjöf, á tvö börn og heimili – fráskilin og fertug. Áður en ég stofnaði fyrirtækið mitt fyrir tíu árum var ég grínisti og ég ákvað að fara aftur í það. Ég skrifaði því upp „show“ og nýtti gömul sambönd. Núna er ég búin að halda 53 sýningar á 15 stöðum í Noregi og það hefur selst upp á þær allar. Ég er því nokkuð þekkt í Noregi og systir mín líka, sem listakona, og þá finnst mér um að gera að nýta líkamann og það sem við höfum til þess að bæta samfélagið,“ segir Dóra en hún vinnur sem fjölskylduráðgjafi á daginn og grínisti á kvöldin.Vinsælar í Noregi Þær systur hafa vakið ótrúleg viðbrögð í Noregi og hafa flestir fjölmiðlar landsins haft samband við þær. Það er það sem Dóru finnst hvað mest sláandi, að nú, árið 2014, sé fólk enn að eltast við þessa fullkomnu líkama sem ekki eru til. „Það er nú bara ótrúlegt hvað við erum komin stutt. Það er árið 2014 og þessar myndir eru orðnar eins konar „media senstation“. Við virðumst alltaf vera að miða okkur við þennan fullkomna líkama. Hins vegar, ef ég á að miða Ísland við Noreg, þá er það þannig að stúlkur sjá „venjulega“ líkama í sundi, því það er bara þannig á Íslandi að það fara allir í sund. Það er hins vegar ekki svoleiðis í Noregi og þess vegna fá stúlkur sjaldnar tækifæri til þess að sjá þessa hefðbundnu, venjulegu líkama,“ segir Dóra að lokum.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira