„Ætlarðu að skemma líf þitt svona snemma?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2014 13:12 Guðrún Ósk Valþórsdóttir ásamt börnunum sínum tveimur. Hún varð móðir 19 ára gömul. „Af hverju getur maður ekki orðið ung móðir í friði, fordómalaust ?“ Þessari spurningu varpar Guðrún Ósk Valþórsdóttir fram í grein sinni á vefnum komiskar.blogspot.com. Guðrún eignaðist sitt fyrsta barn 19 ára gömul og segist hafa upplifað fordóma sem ung móðir. Guðrún ræddi við fleiri mæður sem eignuðust sitt fyrsta barn á aldrinum 16-22 ára og sögðust þær flestar hafa upplifað fordóma. „Ótrúlegt en satt var meirihlutinn af þeim ekki einstæðar. [...] Þessar ungu konur, þeim eðlilega brá yfir því að verða þungaðar. En í þessu varð valið ekki auðvelt en einhvern veginn kom fóstureyðing ekki til greina, þrátt fyrir að margar af þeim höfðu fengið „Ætlarðu að skemma líf þitt svona snemma?“, „Ætlarðu ekki að fara í fóstureyðingu? Annað er heimska,“ og „Þú ert allt of ung til þess að eignast barn.“ En hver segir okkur hvernig þroskinn okkar er? Því það er enginn sem segir okkur að við höndlum ekki hina og þessa ábyrgð hvort sem þú ert 16 ára eða 44 ára.“ Guðrún segir að mæðurnar sem hún talaði við sjái ekki eftir því að hafa eignast barn. „Þetta hjálpaði þeim öllum að horfa á lífið á betri hátt og komast úr því að vera liggjandi uppí rúmi hjá sér eins og haugar, jafnvel þunnar eða eitthvað. Fannst þeim vera miklu skynsamari eftir að hafa tekið að sér þessa ábyrgð og ef barn hefði ekki komið undir sæju þær sig ekki vera búnar með háskóla eða jafnvel framhaldskóla. Væru enn í sömu súpunni og þær voru þegar þær urðu óléttar.“„Ég mun aldrei dæma eldri konur fyrir að bíða, þess vegna finnst mér ekki þeirra að dæma þær ungu fyrir að vilja gera þetta snemma.“Vísir/Getty„Þótt við séum ungar mæður þýðir það ekki að við séum slæmar mæður“ „Hvenær ætlum við að hætta að lifa í 1970 og leyfa lífinu að standa í 2014 því þetta er ekkert svona, það er komið fullt af ungum mömmum á þessa jörð og þær eru bara ekkert verri, hvort sem hún er einstæð eða ekki, eða hvort sem hún er í skóla eða ekki. Því í skóla er hvergi kennt hvernig þú gengur með barn, hvernig þú fæðir það, hvernig þú elur það upp. Það er engin handbók sem fylgir þessu. Jú, jú fullt af bókum sem þú getur gramsað í en þar byrja allar setningar á „Oft“, „Yfirleitt“ eða „Algengast“ sem eru því miður bara getgátur fyrir þig. Þess vegna segja þær að 30 ára kona er ekkert skárri eða verri mamma og alls ekki reynslumeiri, sem er alveg rétt vegna þess hún lærði ekkert um barnauppeldi eða meðgöngu frekar en þessi 16 ára, heldur er þetta alltaf sama byrjunarstig hjá þeim öllum. Þetta er eðlilega erfitt og auðvitað er oft erfitt að slökkva bara á því sem maður var að gera, en með þeirri ákvörðun að eignast barn, kom sú ákvörðun að setja hold á sín markmið og annað, þó ekki í langan tíma. Sumar af þeim tóku fjarnám meðan þær gengu með barnið eða gengu í skóla, fór allt eftir hversu veikar þær urðu á meðgöngunni og þær unnu líka í vinnu. Þær eru hörkuduglegar þessar konur sem færðu líf í þennan heim þrátt fyrir ungan aldur. Mér finnst og mun alltaf finnast ljótt að vera með svona fordóma gagnvart þeim, og þá sérstaklega eins og ég nefndi áður, frá starfsfólki leikskóla og heilbrigðisstofnanna. Sama þótt móðirin var það ung, fólk hefur eðlilega sínar skoðanir og öðruvísi uppeldi, EN ég er ekki verri móðir bara af því ég er ung.“ Guðrún lýkur svo greininni á þessum orðum: „„Þótt við séum ungar mæður þýðir það ekki að við séum slæmar mæður.“ Ég mun aldrei dæma eldri konur fyrir að bíða, þess vegna finnst mér ekki þeirra að dæma þær ungu fyrir að vilja gera þetta snemma.“Greinina í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
„Af hverju getur maður ekki orðið ung móðir í friði, fordómalaust ?“ Þessari spurningu varpar Guðrún Ósk Valþórsdóttir fram í grein sinni á vefnum komiskar.blogspot.com. Guðrún eignaðist sitt fyrsta barn 19 ára gömul og segist hafa upplifað fordóma sem ung móðir. Guðrún ræddi við fleiri mæður sem eignuðust sitt fyrsta barn á aldrinum 16-22 ára og sögðust þær flestar hafa upplifað fordóma. „Ótrúlegt en satt var meirihlutinn af þeim ekki einstæðar. [...] Þessar ungu konur, þeim eðlilega brá yfir því að verða þungaðar. En í þessu varð valið ekki auðvelt en einhvern veginn kom fóstureyðing ekki til greina, þrátt fyrir að margar af þeim höfðu fengið „Ætlarðu að skemma líf þitt svona snemma?“, „Ætlarðu ekki að fara í fóstureyðingu? Annað er heimska,“ og „Þú ert allt of ung til þess að eignast barn.“ En hver segir okkur hvernig þroskinn okkar er? Því það er enginn sem segir okkur að við höndlum ekki hina og þessa ábyrgð hvort sem þú ert 16 ára eða 44 ára.“ Guðrún segir að mæðurnar sem hún talaði við sjái ekki eftir því að hafa eignast barn. „Þetta hjálpaði þeim öllum að horfa á lífið á betri hátt og komast úr því að vera liggjandi uppí rúmi hjá sér eins og haugar, jafnvel þunnar eða eitthvað. Fannst þeim vera miklu skynsamari eftir að hafa tekið að sér þessa ábyrgð og ef barn hefði ekki komið undir sæju þær sig ekki vera búnar með háskóla eða jafnvel framhaldskóla. Væru enn í sömu súpunni og þær voru þegar þær urðu óléttar.“„Ég mun aldrei dæma eldri konur fyrir að bíða, þess vegna finnst mér ekki þeirra að dæma þær ungu fyrir að vilja gera þetta snemma.“Vísir/Getty„Þótt við séum ungar mæður þýðir það ekki að við séum slæmar mæður“ „Hvenær ætlum við að hætta að lifa í 1970 og leyfa lífinu að standa í 2014 því þetta er ekkert svona, það er komið fullt af ungum mömmum á þessa jörð og þær eru bara ekkert verri, hvort sem hún er einstæð eða ekki, eða hvort sem hún er í skóla eða ekki. Því í skóla er hvergi kennt hvernig þú gengur með barn, hvernig þú fæðir það, hvernig þú elur það upp. Það er engin handbók sem fylgir þessu. Jú, jú fullt af bókum sem þú getur gramsað í en þar byrja allar setningar á „Oft“, „Yfirleitt“ eða „Algengast“ sem eru því miður bara getgátur fyrir þig. Þess vegna segja þær að 30 ára kona er ekkert skárri eða verri mamma og alls ekki reynslumeiri, sem er alveg rétt vegna þess hún lærði ekkert um barnauppeldi eða meðgöngu frekar en þessi 16 ára, heldur er þetta alltaf sama byrjunarstig hjá þeim öllum. Þetta er eðlilega erfitt og auðvitað er oft erfitt að slökkva bara á því sem maður var að gera, en með þeirri ákvörðun að eignast barn, kom sú ákvörðun að setja hold á sín markmið og annað, þó ekki í langan tíma. Sumar af þeim tóku fjarnám meðan þær gengu með barnið eða gengu í skóla, fór allt eftir hversu veikar þær urðu á meðgöngunni og þær unnu líka í vinnu. Þær eru hörkuduglegar þessar konur sem færðu líf í þennan heim þrátt fyrir ungan aldur. Mér finnst og mun alltaf finnast ljótt að vera með svona fordóma gagnvart þeim, og þá sérstaklega eins og ég nefndi áður, frá starfsfólki leikskóla og heilbrigðisstofnanna. Sama þótt móðirin var það ung, fólk hefur eðlilega sínar skoðanir og öðruvísi uppeldi, EN ég er ekki verri móðir bara af því ég er ung.“ Guðrún lýkur svo greininni á þessum orðum: „„Þótt við séum ungar mæður þýðir það ekki að við séum slæmar mæður.“ Ég mun aldrei dæma eldri konur fyrir að bíða, þess vegna finnst mér ekki þeirra að dæma þær ungu fyrir að vilja gera þetta snemma.“Greinina í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira