Þjófnaður í Neskirkju: Æskulýðsprestur vill endurheimta tölvuna sína Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2014 10:22 Séra Sigurvin Lárus vill fá tölvuna sína aftur en hún er verðlaus fyrir utan einkagögn og myndir. Séra Sigurvin Lárus Jónsson æskulýðsprestur í Neskirkju lenti í því um helgina að óprúttinn aðili gekk inn í opið skrifstofurými í safnaðarheimili kirkjunnar og hnuplaði þar tölvunni hans. „Það má til sanns vegar færa,“ segir Sigurvin spurður að því hvort það sé ekki ansi langt gengið að fara inn í kirkju og stela munum af presti. „Það var verið að lesa boðorðin tíu í messu á sunnudegi,“ bætir hann við glettinn enda kveður sjöunda boðorðið á um það að ekki skuli stela. Tölvunni var þó að öllum líkindum stolið á laugardegi en verið var að vinna í kirkjunni þá og rýmið því opið. Sigurvin tekur stuldinn ekki nærri sér en kveðst vilja fá tölvuna aftur vegna þeirra gagna sem í henni eru. „Tölvan er algjörlega verðlaus og af því að viðkomandi tók vitlaust hleðslutæki þá efast ég um að hann geti yfirhöfuð kveikt á henni. Einu verðmætin í þessari tölvu eru tölvupóstur, myndir og vinnugögn,“ útskýrir presturinn. Hann tekur jafnframt fram að það sé ekki einu sinni batterí í tölvunni sem er sautján tommu Macbook pro frá árinu 2006. „Ég vil bara að hún birtist í Neskirkju,“ segir hann en hann hyggst ekki sækja neinn til saka, mestu máli skipti að tölvunni sé skilað. Öryggismál kirkjunnar verða ekki endurskoðuð vegna atburðarins en Sigurvin segir að þetta sé í fyrsta sinn sem nokkur láti greipar sópa um rými kirkjunnar. „Ég þarf bara að vera varkárari og pakka saman tölvunni minni.“ Sigurvin birti færslu á Facebook þar sem hann biður vinsamlegast um að „garminum“ sé ekki hent en frekar skilað svo lítið beri á. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Séra Sigurvin Lárus Jónsson æskulýðsprestur í Neskirkju lenti í því um helgina að óprúttinn aðili gekk inn í opið skrifstofurými í safnaðarheimili kirkjunnar og hnuplaði þar tölvunni hans. „Það má til sanns vegar færa,“ segir Sigurvin spurður að því hvort það sé ekki ansi langt gengið að fara inn í kirkju og stela munum af presti. „Það var verið að lesa boðorðin tíu í messu á sunnudegi,“ bætir hann við glettinn enda kveður sjöunda boðorðið á um það að ekki skuli stela. Tölvunni var þó að öllum líkindum stolið á laugardegi en verið var að vinna í kirkjunni þá og rýmið því opið. Sigurvin tekur stuldinn ekki nærri sér en kveðst vilja fá tölvuna aftur vegna þeirra gagna sem í henni eru. „Tölvan er algjörlega verðlaus og af því að viðkomandi tók vitlaust hleðslutæki þá efast ég um að hann geti yfirhöfuð kveikt á henni. Einu verðmætin í þessari tölvu eru tölvupóstur, myndir og vinnugögn,“ útskýrir presturinn. Hann tekur jafnframt fram að það sé ekki einu sinni batterí í tölvunni sem er sautján tommu Macbook pro frá árinu 2006. „Ég vil bara að hún birtist í Neskirkju,“ segir hann en hann hyggst ekki sækja neinn til saka, mestu máli skipti að tölvunni sé skilað. Öryggismál kirkjunnar verða ekki endurskoðuð vegna atburðarins en Sigurvin segir að þetta sé í fyrsta sinn sem nokkur láti greipar sópa um rými kirkjunnar. „Ég þarf bara að vera varkárari og pakka saman tölvunni minni.“ Sigurvin birti færslu á Facebook þar sem hann biður vinsamlegast um að „garminum“ sé ekki hent en frekar skilað svo lítið beri á.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira