Árni Stefán dæmdur fyrir ummæli um Dalsmynni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2014 11:17 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. Vísir/Getty/Stefán Árni Stefán Árnason, lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur fyrir meiðyrði í garð Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dalsmynnis. Þá þarf Árni Stefán að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Lögfræðingurinn þarf að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð á bloggsíðu sinni. Ásta hafði farið fram á að Árni Stefán yrði dæmdur til að birta dóminn í fjölmiðlum en þeirri kröfu var hafnað. Ásta fór fram á að átta ummæli sem Árni lét falla í fréttum á DV.is annars vegar og hins vegar sjónvarpsþættinum Málinu yrðu dæmd ógild og ómerk. Þá var þess krafist að Árni greiddi Ástu tvær milljónir króna í miskabætur.Í dómnum kemur fram að eftirfarlin þrjú ummæli skuli dæmd dauð og ómerk: „Dýraníð að Dalsmynni.“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“ „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ Dómurinn sýknaði Árna Stefán af kröfu um ómerkingu ummælanna hér að neðan: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“ Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Árni Stefán Árnason, lögfræðingur var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur fyrir meiðyrði í garð Ástu Sigurðardóttur, eiganda hundaræktarinnar Dalsmynnis. Þá þarf Árni Stefán að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis. Lögfræðingurinn þarf að birta dóminn, forsendur hans og dómsorð á bloggsíðu sinni. Ásta hafði farið fram á að Árni Stefán yrði dæmdur til að birta dóminn í fjölmiðlum en þeirri kröfu var hafnað. Ásta fór fram á að átta ummæli sem Árni lét falla í fréttum á DV.is annars vegar og hins vegar sjónvarpsþættinum Málinu yrðu dæmd ógild og ómerk. Þá var þess krafist að Árni greiddi Ástu tvær milljónir króna í miskabætur.Í dómnum kemur fram að eftirfarlin þrjú ummæli skuli dæmd dauð og ómerk: „Dýraníð að Dalsmynni.“ „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“ „Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“ Dómurinn sýknaði Árna Stefán af kröfu um ómerkingu ummælanna hér að neðan: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“ „Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“ „Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“ „Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“
Tengdar fréttir Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30 Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05 Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Forstöðumaður Hundaræktarinnar krefur Árna Stefán Árnason lögfræðing um tvær milljónir króna í miskabætur fyrir átta ærumeiðandi ummæli sem hann lét falla um fyrirtækið í fyrra. 1. september 2014 11:30
Hvolpurinn kostar 350 þúsund krónur Ásta í Dalsmynni segir kolsvarta starfsemi fara fram í hundaræktun hér á landi og því sæti hún ofsóknum, með umdeilda starfsemi sína. Ásta vill fá tvær milljónir frá lögmanninum Árna Stefáni Árnasyni vegna meiðyrða. 1. september 2014 12:05
Segir dýraníð á Dalsmynni en hefur aldrei komið þangað Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur, eiganda Hundaræktunarinnar í Dalsmynni, gegn Árna Stefáni Árnasyni fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 2. september 2014 13:52