Kristinn Jónsson ekki á heimleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2014 13:00 Kristinn Jónsson er með samning við Breiðablik út næsta tímabil. vísir/vill Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Kristinn Jónsson, bakvörðurinn öflugi úr Breiðabliki sem er á láni hjá Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni, stefnir ekki á að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Lánssamningur hans við sænska liðið, sem er fallið úr efstu deildinni þar í landi, rennur út um áramótin, en hann vill frekar halda áfram í atvinnumennsku en að koma heim til Blika þar sem hann er með samning út næsta sumar. „Maður rennur svolítið blint í sjóinn næstu tvær vikurnar. Það eru einhverjar þreyfingar í gangi, en ekkert sem ég get talað um núna. Ef svo fer að ég verði ekki áfram úti verð ég væntanlega áfram í Breiðabliki þar sem ég er með samning,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. „Hugurinn stefnir að því að spila áfram í eins góðri deild og í boði er, þannig ég mun skoða alla möguleika á næstu mánuðum. Það er einhver áhugi á mér, en ekkert sem ég get verið að blaðra um.“Kristinn í Evrópuleik gegn Aktobe á síðustu leiktíð.vísir/valliVerður líklega ekki áfram hjá Brommapojkarna Kristinn hefur spilað 20 deildarleiki fyrir Brommapojkarna á tímabilinu, en liðinu hefur gengið skelfilega. Það er fallið úr deildinni og hefur aðeins innbyrt tólf stig í 28 leikjum. „Þetta er búið að vera erfitt ár í alla staði. Við erum náttúrlega bara búnir að vinna tvo leiki. Ég býst ekki við að vera áfram hér, það finndist mér allavega ólíklegt. Ég loka þó engum dyrum,“ segir Kristinn sem er ágætlega sáttur við eigin frammistöðu engu að síður. „Ég get gengið nokkuð sáttur frá borði. Ég hef lagt allt í þetta sem ég mögulega get. Þetta hefur verið mikil reynsla að spila í bestu deild Svíþjóðar og það er eitthvað sem maður tekur með sér í næstu verkefni.“ Kristinn á að baki 135 leiki í efstu deild og bikar hér heima fyrir Breiðablik, en hann var lykilmaður í mikilli uppbyggingu Blika sem skilaði liðinu sínum fyrsta bikar- og Íslandsmeistaratitli. Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að fara úr svoleiðis umhverfi þar sem Breiðablik var eitt af betri liðum deildarinnar og í það að tapa nánast hverjum einasta leik. „Helsta reynslan er að takast á við það hvernig maður tapar og það nokkrum leikjum í röð. Þetta er búið að vera erfitt en góð reynsla engu að síður. Það var alveg vitað fyrir tímabilið að þetta yrði erfitt,“ segir Kristinn Jónsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira